Tónlist

Mugison meðal jólagesta systkinanna

KK og Ellen Systkinin halda sína árlegu jólatónleika í Eldborginni.fréttablaðið/gva
KK og Ellen Systkinin halda sína árlegu jólatónleika í Eldborginni.fréttablaðið/gva
Hinir árlegu jólatónleikar systkinanna KK og Ellenar verða í fyrsta sinn haldnir í Eldborgarsal Hörpunnar hinn 12. desember, eða 12.12.12. Kvöldið eftir spila þau í Hofi á Akureyri og hinn fjórtánda á Siglufirði.

„Við gáfum út jólaplötu systkinin árið 2005. Við byrjuðum í Hafnarfirði og svo fórum við út um allt land og spiluðum í kirkjum landsins. Núna er búið að byggja fína höll utan um okkur, þannig að það var ákveðið að fara þangað inn. Eldborgin er að hefja sinn feril og það er þegar kominn álitlegur hópur sem hefur spilað þar. Við erum voða ánægð að vera í þeim hópi," segir KK.

Góðir gestir verða á tónleikunum, eða Mugison, Maggi Eiríks, Elín Ey og Pikknikk. Tónlistarstjóri verður Eyþór Gunnarsson. „Ég hlakka mikið til. Við ætlum að reyna að hafa þetta svolítið „akkústískt". Húsið er þannig byggt að það ber mjög vel akkústíska tónlist."- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×