Lífið

Viðtökurnar verið framar vonum

What Maisie Knew hefur fengið góða dóma en Eva María Daníels er einn framleiðandi myndarinnar. Hér sést hún við frumsýninguna í Toronto. Nordicphotos/getty
What Maisie Knew hefur fengið góða dóma en Eva María Daníels er einn framleiðandi myndarinnar. Hér sést hún við frumsýninguna í Toronto. Nordicphotos/getty
„Toronto var frábær í ár og viðtökur áhorfenda við myndinni voru mjög góðar," segir framleiðandinn Eva María Daníels sem er nýkomin frá kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún var viðstödd frumsýningu myndarinnar What Maisie Knew.

Eva María er einn af framleiðendum myndarinnar sem skartar Hollywood-stjörnunum Julianne Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Það er mikið af góðum myndum á hátíðinni og jákvæð og skemmtileg stemmning í borginni. Myndin var frumsýnd síðastliðið föstudagskvöld fyrir pakkfullan sal en myndin er í sérstökum World Premiere-flokki," segir Eva María en sérstakt frumsýningarpartý var haldið eftir á þar sem The Kills þeyttu skífum.

What Maisie Knew hefur fengið góða dóma ytra. Kvikmyndaritið Variety og vefsíðan Screen Daily hafa lofað myndina í hástert. Myndin fjallar um ungu stúlkuna Maisie sem verður á milli í skilnaði foreldra sinna en nær að tengja við nýju maka þeirra sem sinna stúlkunni betur en foreldrarnir sjálfir.

Samkvæmt gagnrýni Variety er What Maisie Knew talin eiga fullt erindi í kvikmyndahús. Bandaríski dreifingaraðilinn Millennium Entertainment hefur nú fest kaup á myndinni sem fer í almenna sýningu á næstu misserum. „Við erum mjög ánægð með þessa góða dóma sem fara fram úr okkar björtustu vonum," segir Eva María sem er með mörg verkefni í bígerð þessa stundina. „Ég byrja að vinna að næstu mynd á næsta ári en það er of snemmt að tala um það enn þá."-áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.