Varað hefur verið við brennisteinsgufum sem gætu fylgt Skaftárhlaupinu þegar það brýst undan jöklinum í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli beinir þeim ummælum til ferðamanna að fara ekki að upptökum Skaftár til að fylgjast með umrótunum í kvöld vegna eiturgufanna.
Hlaupið hófst í gærkvöldi þegar vestari Skaftárketillinn í Vatnajökli byrjaði að síga. Vatnið er enn ekki komið undan jöklinum en lögreglan á Hvolsvelli mun fylgjast grannt með gangi mála. Allar líkur eru á því að hlaupið verði minniháttar.