Erlent

Neil Armstrong er látinn

BBI skrifar
Neil Armstrong, geimfarinn sem fyrstur steig fæti á tunglið, er látinn, 82 ára að aldri. Fjölskylda hans segir hann hafa látist í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir fyrr í þessum mánuði til að opna stíflaðar kransæðar.

Árið 1969 steig Armstrong fyrstur manna á tunglið. Við það tækifæri lét hann þessi eftirminnilegu orð falla sem í kjölfarið var útvarpað um allan heim: „Þetta er lítið skref fyrir einn mann en risavaxið stökk fyrir mannkynið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×