Körfubolti

Tracy McGrady samdi við lið í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tracy McGrady elskar Kína.
Tracy McGrady elskar Kína. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tracy McGrady verður ekki í NBA-deildinni í vetur því leikmaðurinn er búinn að semja við kínverska félagið Quingdao. Ekkert NBA-lið var búið að bjóða honum samning og hann stökk því á tilboð Kínverjana sem er eins árs samningur.

McGrady er orðinn 33 ára gamall og spilaði með Atlanta Hawks á síðasta tímabili. Hann fékk ekki nýjan samning þar en erfið meiðsli hafa dregið talsvert úr mætti hans á körfuboltavellinum. McGrady æfði með New York Knicks í sumar en félagið ákvað að semja frekar við Rasheed Wallace.

McGrady var á sínum tíma ein stærsta stjarnan í NBA en hann var búinn að spila í deildinni í fimmtán ár. Hann var með 19.6 stig, 5,6 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á NBA-ferli sínum en hann var meðal annars valinn sjö sinnum í Stjörnuleikinn.

McGrady var hinsvegar aðeins með 5,3 stig, 3,0 fráköst og 2,1 stoðsendingar að meðaltali með Atlanta Hawks í fyrra og því kannski skiljanlegt að ekkert NBA-lið hafi sýnt þessum 202 sm framherja áhuga.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×