Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar Erna Hauksdóttir skrifar 10. október 2012 00:00 Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi vörugjaldalækkunar sem bílaleigur hafa getað nýtt sér frá árinu 2000 og hafa leitt til þess að í dag nota 41% allra erlendra ferðamanna bílaleigubíl og hefur með því móti verið hægt að dreifa ferðamönnum um allt land. Minni fyrirtæki, sem geta ekki tekið á móti rútuhópum, treysta alfarið á ferðamenn á bílaleigubílum. Þessi aukna dreifing ferðamanna um landið hefur verið mikið hreyfiafl og aukið þjónustustig og atvinnu í flestum byggðum landsins. Gert er ráð fyrir 20% samdrætti í fjölda bílaleigubíla vegna þessa. Alger óvissa ríkir um allt þetta þar til fjárlög verða samþykkt í desember. Þessi óvissutími er aðalsölutímabil ferðaþjónustunnar og verða fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á ferðinni á öllum helstu kaupstefnum heimsins án þess að vita hvort verðlag muni stórhækka á næsta ári eða ekki. Fólk í ferðaþjónustu trúir því ekki að meirihluti þingmanna muni samþykkja að gefa ferðaþjónustunni þennan skell nú þegar hún er að ná sér á strik, skilar sífellt meiri tekjum og sér fram á að aukin arðsemi geti skilað sér í vöruþróun, auknum gæðum og endurnýjun. Með þessari hækkun verður þeirri framtíðarsýn svipt burt. Í Morgunblaðinu 27. september sl. skrifar utanríkisráðherra í ágætri grein „fjárfestar fælast sveiflur og óöryggi og þeir sækja í stöðugt umhverfi". Undir þetta tekur ferðaþjónustan. Helsta ósk fyrirtækjanna er einmitt að geta rekið fyrirtæki sín í stöðugu og öruggu umhverfi. Í ferðaþjónustu eru gerðir samningar um verð með löngum fyrirvara og vörur og þjónusta verðlögð í bæklingum sem sendir eru út um allan heim. Það hefur alltaf verið lögð áhersla á það við stjórnvöld hverju sinni að allar breytingar á sköttum og gjöldum þurfi að liggja fyrir a.m.k. 20 mánuðum áður en þær eiga að taka gildi. Það vekur athygli að Ísland hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að við hugsanlega inngöngu verði 5 ára aðlögun á tekjumissi vegna áfengissölu. Það er einmitt slík aðlögun sem ferðaþjónustan óskar eftir. Fyrirliggjandi er nefnilega gerbreyting á öllum rekstrarforsendum fyrirtækjanna. Auk stöðugleika kalla fyrirtækin á að vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Það er athyglisvert að skoða virðisaukaskatt í Evrópu. Meðalvirðisaukaskattur á gistingu þar er 10%. Sá hæsti er í Danmörku, 25%, en mikill samdráttur er í danskri ferðaþjónustu og kenna Danir háum virðisaukaskatti um, sérstaklega þegar nágrannalönd hafa verið að lækka skattinn og taka þar með til sín aukna markaðshlutdeild. Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% árið 2010 þegar kreppa fór að í Evrópu til að missa ekki viðskiptin yfir til Frakklands og annarra nágrannalanda sem voru og eru á því róli. Það hefur orðið mikil aukning gistinátta í Þýskalandi síðan þessi lækkun varð. Finnar stórlækkuðu virðisaukaskatt á veitingahús 2010 og hafa aukið markaðshlutdeild sína eftir það. Allt þetta sýnir okkur hversu miklu skiptir að skatturinn sé hóflegur og í samræmi við löndin í kringum okkur. Samtök ferðaþjónustunnar hafa boðið fram aðstoð við að finna auknar tekjur í ríkissjóð og hafa m.a. bent á gríðarlegan fjölda leyfislausra fyrirtækja og mikla svarta atvinnustarfsemi sem hefur fengið að blómstra óáreitt. Það yrði vænlegra fyrir alla að þessum málum verði komið í lag í staðinn fyrir að skattpína heiðarleg fyrirtæki út af markaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi vörugjaldalækkunar sem bílaleigur hafa getað nýtt sér frá árinu 2000 og hafa leitt til þess að í dag nota 41% allra erlendra ferðamanna bílaleigubíl og hefur með því móti verið hægt að dreifa ferðamönnum um allt land. Minni fyrirtæki, sem geta ekki tekið á móti rútuhópum, treysta alfarið á ferðamenn á bílaleigubílum. Þessi aukna dreifing ferðamanna um landið hefur verið mikið hreyfiafl og aukið þjónustustig og atvinnu í flestum byggðum landsins. Gert er ráð fyrir 20% samdrætti í fjölda bílaleigubíla vegna þessa. Alger óvissa ríkir um allt þetta þar til fjárlög verða samþykkt í desember. Þessi óvissutími er aðalsölutímabil ferðaþjónustunnar og verða fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á ferðinni á öllum helstu kaupstefnum heimsins án þess að vita hvort verðlag muni stórhækka á næsta ári eða ekki. Fólk í ferðaþjónustu trúir því ekki að meirihluti þingmanna muni samþykkja að gefa ferðaþjónustunni þennan skell nú þegar hún er að ná sér á strik, skilar sífellt meiri tekjum og sér fram á að aukin arðsemi geti skilað sér í vöruþróun, auknum gæðum og endurnýjun. Með þessari hækkun verður þeirri framtíðarsýn svipt burt. Í Morgunblaðinu 27. september sl. skrifar utanríkisráðherra í ágætri grein „fjárfestar fælast sveiflur og óöryggi og þeir sækja í stöðugt umhverfi". Undir þetta tekur ferðaþjónustan. Helsta ósk fyrirtækjanna er einmitt að geta rekið fyrirtæki sín í stöðugu og öruggu umhverfi. Í ferðaþjónustu eru gerðir samningar um verð með löngum fyrirvara og vörur og þjónusta verðlögð í bæklingum sem sendir eru út um allan heim. Það hefur alltaf verið lögð áhersla á það við stjórnvöld hverju sinni að allar breytingar á sköttum og gjöldum þurfi að liggja fyrir a.m.k. 20 mánuðum áður en þær eiga að taka gildi. Það vekur athygli að Ísland hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að við hugsanlega inngöngu verði 5 ára aðlögun á tekjumissi vegna áfengissölu. Það er einmitt slík aðlögun sem ferðaþjónustan óskar eftir. Fyrirliggjandi er nefnilega gerbreyting á öllum rekstrarforsendum fyrirtækjanna. Auk stöðugleika kalla fyrirtækin á að vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Það er athyglisvert að skoða virðisaukaskatt í Evrópu. Meðalvirðisaukaskattur á gistingu þar er 10%. Sá hæsti er í Danmörku, 25%, en mikill samdráttur er í danskri ferðaþjónustu og kenna Danir háum virðisaukaskatti um, sérstaklega þegar nágrannalönd hafa verið að lækka skattinn og taka þar með til sín aukna markaðshlutdeild. Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% árið 2010 þegar kreppa fór að í Evrópu til að missa ekki viðskiptin yfir til Frakklands og annarra nágrannalanda sem voru og eru á því róli. Það hefur orðið mikil aukning gistinátta í Þýskalandi síðan þessi lækkun varð. Finnar stórlækkuðu virðisaukaskatt á veitingahús 2010 og hafa aukið markaðshlutdeild sína eftir það. Allt þetta sýnir okkur hversu miklu skiptir að skatturinn sé hóflegur og í samræmi við löndin í kringum okkur. Samtök ferðaþjónustunnar hafa boðið fram aðstoð við að finna auknar tekjur í ríkissjóð og hafa m.a. bent á gríðarlegan fjölda leyfislausra fyrirtækja og mikla svarta atvinnustarfsemi sem hefur fengið að blómstra óáreitt. Það yrði vænlegra fyrir alla að þessum málum verði komið í lag í staðinn fyrir að skattpína heiðarleg fyrirtæki út af markaðnum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun