Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana SV skrifar 10. október 2012 00:00 Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. Þetta kemur fram í fyrsta hluta úttektar Fréttablaðsins á aðbúnaði geðsjúkra á Íslandi. Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs LSH, segir nauðsynlegt að komið verði sem fyrst á fót sérstakri geðgjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið, bæði til að standa vörð um virðingu þess þegar aðrir sjúklingar fá heimsóknir og til að athygli starfsfólks dreifist jafnar á sjúklingana. Þá kemur einnig fyrir að árásargjörnum einstaklingum sé sinnt í sama rými og eldra fólki eða mæðrum með ung börn og því segir Páll brýnt öryggisatriði að stuðla að frekari aðskilnaði inni á deildunum. Páll segir margt gagnrýnivert við aðbúnaðinn á Hringbraut. „Aðbúnaðurinn hér er ekki eins góður og við viljum, það er heila málið," segir hann og bætir við að skortur á sértækum úrræðum fyrir allra veikustu sjúklingana sé mest aðkallandi. Ný geðgjörgæsludeild mundi koma til móts við þá. Framkvæmdir vegna breytinganna standa til á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum, en stjórnvöld hafa ekki verið beðin formlega um fjárveitingu. Framkvæmdirnar munu kosta um 120 milljónir króna og býst Páll við að þurfa að biðla til almennings að hluta um fjármagn. Einni legudeild hússins verður þá breytt, en með því mun rúmum fækka lítið eitt og meðallegutími sennilega lengjast. Bráðaþætti geðþjónustu LSH er sinnt við Hringbraut og sinnir geðsviðið allri sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu fyrir geðsjúka í landinu. Rúmlega 5.600 einstaklingar voru þjónustaðir þar árið 2011 og af þeim lágu um 1.200 manns inni um skeið.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira