Enski boltinn

Hljóp inn á völlinn og kyssti John Terry

Terry fær hér kossinn góða.
Terry fær hér kossinn góða.
John Terry er ekki vinsælasti knattspyrnumaður Englands. Reyndar er hann ákaflega óvinsæll en hann á þó sína stuðningsmenn.

Einn þeirra ákvað að sýna hug sinn í verki í leik Chelsea og Aston Villa.

Hann hljóp inn á völlinn - ber að ofan - beint að Terry og smellti rembingskossi á kinn leikmannsins.

Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og Terry hefur ekki enn tjáð sig um kossinn góða. Hvort honum líkaði við hann eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×