Enski boltinn

Van Persie hæstánægður með að fá Henry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Robin van Persie segist vera hæstánægður með að Thierry Henry sé aftur á leið til Arsenal. „Hann hefur ekkert að sanna hér," sagði hann við enska fjölmiðla.

Arsene Wenger staðfesti á dögunum að Henry myndi koma til félagsins á tveggja mánaða lánssamningi ef félagið tækist að komast að samkomulagi við lið hans, New York Red Bulls, um tryggingagreiðslur. Búist er við því að gengið verði formlega frá félagaskiptunum á næstu dögum.

„Þetta er frábært," sagði van Persie. „Það er afar hugrakkt af honum. Hann hefur þó ekkert að sanna enda með styttu af sér hér fyrir utan leikvanginn."

„Sumir velta því kannski fyrir sér af hverju hann sé að koma til baka vegna þess að hann átti svo mörg frábær ár með félaginu. En svarið er einfalt - hann vill bara spila."

„Ég bað hann fyrir nokkrum vikum síðan að koma til baka. Hann er ótrúlegur, meira að segja á æfingum. Það er frábært og mikið ánægjuefni að fá að spila með honum á ný. Það er mjög spennandi tilhugsun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×