Umhverfið kallar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. janúar 2012 14:30 Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun