Enski boltinn

Kári tryggði Aberdeen mikilvægan útisigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kári Árnason var hetja Aberdeen þegar liðið vann 2-1 útisigur á Dundee United í skosku úrvalsdeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur og kemur Aberdeen-liðinu af mesta fallsætinu.

Sigurmark Kára kom á 86. mínútu og skoraði hann það með skoti af löngu færi. Dundee United hafði komist í 1-0 á 6. mínútu leiksins en Mohamed Chalali jafnaði fyrir Aberdeen á 67. mínútu.

Þetta var annað mark Kára á tímabilinu og hann hefur skorað þau bæði á móti Dundee United. Kári skoraði einnig í 3-1 sigri Aberdeen á Dundee United 15. október síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×