Enski boltinn

Lampard: Ætlum okkur aftur í toppbaráttuna

Nordic Photos / Getty Images
Frank Lampard skoraði afar mikilvægt mark í dag sem tryggði Chelsea þrjú stig á útivelli gegn Chelsea. Gengi Lundúnaliðsins ekki verið gott og þetta aðeins fyrsti sigur liðsins í síðustu fimm leikjum þess.

"Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Það vita allir að við erum að fara í gegnum erfiða tíma en einbeitingin skein í gegn í dag og mér fannst við eiga sigurinn skilinn," sagði Lampard kampakátur.

"Mér fannst liðið sýna gríðarlegan karakter undir lokin og það er þessi barátta sem einkennir þetta lið. Þetta lið gefst aldrei upp og í þessu liði eru menn sem hafa unnið til verðlauna.

"Það fer endalaust í taugarnar á mér að skoða töfluna og sjá að við erum ekki að berjast á toppnum. Þar eigum við heima og þangað ætlum við."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×