Enski boltinn

Macheda kominn til QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Federico Macheda í leik með United.
Federico Macheda í leik með United. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson hefur fengið aukna samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu því Manchester United hefur staðfest að Ítalinn Federico macheda hafi verið lánaður til QPR.

Heiðar er markahæsti leikmaður QPR á tímabilinu en Macheda er tvítugur sóknarmaður sem hefur komið við sögu í sex leikjum með United til þessa á tímabilinu.

QPR er í sautjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Liðið mætir Norwich á heimavelli í dag og líklegt að Heiðar fái að spila í dag, þar sem hann hvíldi í 1-0 tapinu gegn Arsenal á laugardaginn.

„Mér finnst þetta spennandi áskorun. Það eru margir góðir leikmenn hjá QPR og ég hlakka til að byrja að æfa og spila með þeim. Stuðningsmennirnir eru líka mjög ástríðufullir og finnst mér það líka spennandi tilhugsun að spila fyrir þá," sagði Macheda í viðtali á heimasíðu United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×