Rannsókn gjaldeyriseftirlits SÍ á Samherja heldur áfram Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. maí 2012 18:30 Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. Málið er sprottið af húsleitum sem gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og sérstakur saksóknari gerðu í húsakynnum Samherja á Akureyri og Reykjavík í tengslum við meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrisreglum hinn 27. mars sl. Í þessum aðgerðum var m.a lagt hald á 411 þúsund skrár í tölvum fyrirtækjanna. Grunsemdir eru um að Samherji hafi farið farið framhjá höftunum með því að selja dótturfélögum sínum karfa sl. haust á undirverði, selja síðan karfann á hærra verði og skila ekki öllum tekjum í erlendri mynt heim í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Í einhverjum tilvikum var söluverðmæti dótturfyrirtækjanna 68 prósent hærra en verðið sem Samherji seldi félögunum afurðirnar á. Fyrir héraðsdómi vísaði Seðlabankinn í frumniðurstöður athugunar á skilaskyldu útflutningsfyrirtækja, þar á meðal Samherja. Var talið að þær bentu til nokkurs ósamræmis í skilum félagsins á erlendum gjaldeyri. Hafi bæði verið um að ræða að erlendum gjaldeyri hefði verið skilað utan tilskilins tímafrests og að honum hefði alls ekki verið skilað. Samherji og 19 dótturfélög fyrirtækisins fóru í mál og þar sem þess var krafist að aðgerðirnar yrðu dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum yrði gert að hætta rannsókn sinni og afhenda haldlögð gögn. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að álitaefnið sem væri til rannsóknar gæti ekki sætt úrlausn dómstóla fyrr en tekin hefði verið ákvörðun um að beita fyrirtækin sektum eða höfða á hendur þeim sakamál. Hvorugt hefur verið gert og á þeim forsendum var kröfunni vísað frá. Þá vísaði Hæstiréttur einnig frá kröfu sem laut að lögmæti rannsóknaraðgerða þar sem þær væru afstaðnar. Hæstiréttur hafnaði jafnframt kröfu fyrirtækjanna um að afhenda gögn. Vegna mikils umfangs hinna haldlögðu gagna yrði að játa Seðlabankanum svigrúm við rannsókn þeirra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag öllum kröfum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja um að rannsókn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins og tengdra félaga á lögum um gjaldeyrismál, yrði dæmd ólögmæt og stöðvuð. Málið er sprottið af húsleitum sem gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og sérstakur saksóknari gerðu í húsakynnum Samherja á Akureyri og Reykjavík í tengslum við meint brot fyrirtækisins á gjaldeyrisreglum hinn 27. mars sl. Í þessum aðgerðum var m.a lagt hald á 411 þúsund skrár í tölvum fyrirtækjanna. Grunsemdir eru um að Samherji hafi farið farið framhjá höftunum með því að selja dótturfélögum sínum karfa sl. haust á undirverði, selja síðan karfann á hærra verði og skila ekki öllum tekjum í erlendri mynt heim í samræmi við ákvæði laga um gjaldeyrismál. Í einhverjum tilvikum var söluverðmæti dótturfyrirtækjanna 68 prósent hærra en verðið sem Samherji seldi félögunum afurðirnar á. Fyrir héraðsdómi vísaði Seðlabankinn í frumniðurstöður athugunar á skilaskyldu útflutningsfyrirtækja, þar á meðal Samherja. Var talið að þær bentu til nokkurs ósamræmis í skilum félagsins á erlendum gjaldeyri. Hafi bæði verið um að ræða að erlendum gjaldeyri hefði verið skilað utan tilskilins tímafrests og að honum hefði alls ekki verið skilað. Samherji og 19 dótturfélög fyrirtækisins fóru í mál og þar sem þess var krafist að aðgerðirnar yrðu dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum yrði gert að hætta rannsókn sinni og afhenda haldlögð gögn. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að álitaefnið sem væri til rannsóknar gæti ekki sætt úrlausn dómstóla fyrr en tekin hefði verið ákvörðun um að beita fyrirtækin sektum eða höfða á hendur þeim sakamál. Hvorugt hefur verið gert og á þeim forsendum var kröfunni vísað frá. Þá vísaði Hæstiréttur einnig frá kröfu sem laut að lögmæti rannsóknaraðgerða þar sem þær væru afstaðnar. Hæstiréttur hafnaði jafnframt kröfu fyrirtækjanna um að afhenda gögn. Vegna mikils umfangs hinna haldlögðu gagna yrði að játa Seðlabankanum svigrúm við rannsókn þeirra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira