Besta leiðin að viðskiptavininum 31. maí 2012 16:00 Sigrún Eva Ármannsdóttir er forstöðumaður veflausna hjá Advania sem er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki Norðurlanda. mynd/vilhelm „Finnist vefur fyrirtækis ekki á netinu í dag er fyrirtækið ekki til í hugum flestra viðskiptavina. Því er góður vefur orðinn jafn sjálfsagður og símanúmer fyrirtækis," segir Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. „Advania sérhæfir sig í gerð flottra vefja fyrir fyrirtæki og stofnanir og má nefna vefi stóru bankanna þriggja sem dæmi um vefsíður í LISA-vefumsjónarkerfinu frá Advania. Einnig erum við mikið í að hanna og smíða vefverslanir, þjónustuvefi og öpp," upplýsir Sigrún Eva. Hún segir nú mikið rætt um öpp og vefsíður í smátækjum, líkt og símum og snjalltölvum. „Gott dæmi um símavef er m.reebokfitness.is og dæmi um app er Bensínvaktin frá Advania fyrir Android-stýrikerfið. Þá er mikið farið að hanna og útfæra vefsíður í því sem kallast á ensku Responsive Design en slíkir vefir aðlaga sig að skjástærð móttökutækja," segir Sigrún Eva og nefnir til skoðunar einn frægasta Responsive Design vefinn sem er Bostonglobe.com. „Vefir og öpp eru kjörin viðbótarþjónustuleið fyrir fyrirtæki til að nálgast viðskiptavini sína og komast nær kúnnanum."Vefsíða Reebok er flott, fersk og öflug.Advania vinnur einnig að gerð þjónustu- og vefverslunarvefja sem flestir eru tengdir bakendakerfum. „Með tengingu við bakendakerfi losna starfsmenn fyrirtækja við að tvíslá inn gögn og vefurinn því eins og framlenging af viðskiptakerfinu. Dæmi um góða slíka vefi af ýmsum stærðum og gerðum og með mismunandi tæknilegu flækjustigi eru eymundsson.is, skor.is, lindesign.is, orkan.is, stod2.is og sunfilm.is," útskýrir Sigrún Eva. Advania heldur einnig úti vefversluninni velkomin.is. „Þar geta lítil og nýstofnuð fyrirtæki fengið litla og staðlaða vefi á góðu verði í sjálfsafgreiðslu. Í júní verða freistandi tilboð í gangi en þá eru vefir á velkomin.is kynntir sem vara mánaðarins með helmingsafslætti af stofnkostnaði." Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Finnist vefur fyrirtækis ekki á netinu í dag er fyrirtækið ekki til í hugum flestra viðskiptavina. Því er góður vefur orðinn jafn sjálfsagður og símanúmer fyrirtækis," segir Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. „Advania sérhæfir sig í gerð flottra vefja fyrir fyrirtæki og stofnanir og má nefna vefi stóru bankanna þriggja sem dæmi um vefsíður í LISA-vefumsjónarkerfinu frá Advania. Einnig erum við mikið í að hanna og smíða vefverslanir, þjónustuvefi og öpp," upplýsir Sigrún Eva. Hún segir nú mikið rætt um öpp og vefsíður í smátækjum, líkt og símum og snjalltölvum. „Gott dæmi um símavef er m.reebokfitness.is og dæmi um app er Bensínvaktin frá Advania fyrir Android-stýrikerfið. Þá er mikið farið að hanna og útfæra vefsíður í því sem kallast á ensku Responsive Design en slíkir vefir aðlaga sig að skjástærð móttökutækja," segir Sigrún Eva og nefnir til skoðunar einn frægasta Responsive Design vefinn sem er Bostonglobe.com. „Vefir og öpp eru kjörin viðbótarþjónustuleið fyrir fyrirtæki til að nálgast viðskiptavini sína og komast nær kúnnanum."Vefsíða Reebok er flott, fersk og öflug.Advania vinnur einnig að gerð þjónustu- og vefverslunarvefja sem flestir eru tengdir bakendakerfum. „Með tengingu við bakendakerfi losna starfsmenn fyrirtækja við að tvíslá inn gögn og vefurinn því eins og framlenging af viðskiptakerfinu. Dæmi um góða slíka vefi af ýmsum stærðum og gerðum og með mismunandi tæknilegu flækjustigi eru eymundsson.is, skor.is, lindesign.is, orkan.is, stod2.is og sunfilm.is," útskýrir Sigrún Eva. Advania heldur einnig úti vefversluninni velkomin.is. „Þar geta lítil og nýstofnuð fyrirtæki fengið litla og staðlaða vefi á góðu verði í sjálfsafgreiðslu. Í júní verða freistandi tilboð í gangi en þá eru vefir á velkomin.is kynntir sem vara mánaðarins með helmingsafslætti af stofnkostnaði."
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira