Stigu óvænt á svið með Bombay Bicycle Club 31. maí 2012 08:00 Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. „Við vorum sjálfboðaliðar í Slóvakíu í fyrrasumar og spiluðum svolítið þar. Það var maður sem heyrði í okkur í eitt skiptið og sendi okkur póst þar sem hann bauð okkur að koma út í vor og spila hér og þar um Slóvakíu. Hann sá alfarið um að skipuleggja alla tónleikana fyrir okkur og að auglýsa þá," segir Brynja, en þær stöllur héldu utan um miðjan apríl. Brynja og Þorbjörg fóru víða á þessum sex vikum og stoppuðu aðeins í þrjá daga á hverjum stað fyrir utan Slóvakíu, þar sem þær dvöldu í eina viku. „Við byrjuðum í Danmörku og fórum svo til London, Nantes, Rómar, Búdapest, Þrándheims, Slóvakíu, Amsterdam og enduðum loks í Berlín. Þetta var svolítið stressandi en alveg ótrúlega skemmtilegt ferðalag og við lentum í mörgum ævintýrum," segir Brynja og nefnir í því samhengi þegar vinkonurnar fengu óvænt að stíga á svið með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club, en meðlimir sveitarinnar eru vinir Þorbjargar. „Við komumst að því að þeir yrðu í Brussel og Amsterdam á sama tíma og við og mæltum okkur mót. Þeir báðu okkur svo um að syngja með sér á tvennum tónleikum sem var mjög óvænt en skemmtilegt," útskýrir Þorbjörg. Aðspurð segir Brynja heimsóknirnar til slóvenska bæjarins Danska Stiavnica og til Þrándheims í Noregi hafa staðið upp úr ásamt því að hafa verið beðin um eiginhandaráritun af slóvenskum aðdáendum eftir eina tónleikana. „Við spiluðum sex sinnum í Slóvakíu og eignuðumst nokkra aðdáendur í kjölfarið. Nokkrir vildu eiginhandaráritanirnar okkar og það var svolítið merkileg upplifun." Þorbjörg segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr enda hafi ferðin verið mikið ævintýri frá upphafi til enda. „Ætli fólkið sem við kynntumst standi ekki upp úr sem það skemmtilegasta við ferðina. Og það að hafa fengið að syngja með Bombay Bicycle Club," segir hún. Brynja hefur dansnám við Listaháskóla Íslands í haust og því er óvíst um framtíð tónlistarferils hennar en Þorbjörg er staðráðin í því að halda áfram að sinna tónlistinni og stefnir á að gefa út geisladisk næsta haust. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira
Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. „Við vorum sjálfboðaliðar í Slóvakíu í fyrrasumar og spiluðum svolítið þar. Það var maður sem heyrði í okkur í eitt skiptið og sendi okkur póst þar sem hann bauð okkur að koma út í vor og spila hér og þar um Slóvakíu. Hann sá alfarið um að skipuleggja alla tónleikana fyrir okkur og að auglýsa þá," segir Brynja, en þær stöllur héldu utan um miðjan apríl. Brynja og Þorbjörg fóru víða á þessum sex vikum og stoppuðu aðeins í þrjá daga á hverjum stað fyrir utan Slóvakíu, þar sem þær dvöldu í eina viku. „Við byrjuðum í Danmörku og fórum svo til London, Nantes, Rómar, Búdapest, Þrándheims, Slóvakíu, Amsterdam og enduðum loks í Berlín. Þetta var svolítið stressandi en alveg ótrúlega skemmtilegt ferðalag og við lentum í mörgum ævintýrum," segir Brynja og nefnir í því samhengi þegar vinkonurnar fengu óvænt að stíga á svið með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club, en meðlimir sveitarinnar eru vinir Þorbjargar. „Við komumst að því að þeir yrðu í Brussel og Amsterdam á sama tíma og við og mæltum okkur mót. Þeir báðu okkur svo um að syngja með sér á tvennum tónleikum sem var mjög óvænt en skemmtilegt," útskýrir Þorbjörg. Aðspurð segir Brynja heimsóknirnar til slóvenska bæjarins Danska Stiavnica og til Þrándheims í Noregi hafa staðið upp úr ásamt því að hafa verið beðin um eiginhandaráritun af slóvenskum aðdáendum eftir eina tónleikana. „Við spiluðum sex sinnum í Slóvakíu og eignuðumst nokkra aðdáendur í kjölfarið. Nokkrir vildu eiginhandaráritanirnar okkar og það var svolítið merkileg upplifun." Þorbjörg segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr enda hafi ferðin verið mikið ævintýri frá upphafi til enda. „Ætli fólkið sem við kynntumst standi ekki upp úr sem það skemmtilegasta við ferðina. Og það að hafa fengið að syngja með Bombay Bicycle Club," segir hún. Brynja hefur dansnám við Listaháskóla Íslands í haust og því er óvíst um framtíð tónlistarferils hennar en Þorbjörg er staðráðin í því að halda áfram að sinna tónlistinni og stefnir á að gefa út geisladisk næsta haust. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira