Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Guðl. Gauti Jónsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) Auðlindir borgarinnarÞetta hús er jafnlangt Meðferðakjarna nýja Landspítalans en ekki eins hátt og hann.Í grein sinni „Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd?" sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl 2012 segir Arna Mathiesen arkitekt m.a: „Aðkallandi viðfangsefni hönnunar eru vangaveltur um hverju úr er að moða áður en nýrri sýn er kastað fram, ákvarðanir eru teknar og nýtt er búið til." Frá því fyrsta skýrslan um nýja Landspítalann var gerð og til þessa dags hefur nánast ekkert verið fjallað um aðlögun bygginga og starfsemi nýja spítalans að íbúðahverfunum sem umlykja spítalann á þrjá vegu. Það eru alvarleg mistök enda nokkuð augljóst að ekki er auðvelt að koma þessari tröllauknu framkvæmd fyrir í grónu, friðsælu og eftirsóttu íbúðarhverfi. Byggðin umhverfis Landspítalann er ekki aðeins mikilvæg þeim sem þar búa heldur er hún hluti af auðlegð borgarinnar og ber að líta á og vernda sem slíka. Ef til vill má líkja þessu við það þegar Morgunblaðshöllinni, sem er af svipaðri hæð og sumar spítalabyggingarnar, var skellt niður í Grjótaþorpið. Víða um lönd hafa menn rifið slíkar menjar módernismans og nýlega var spítalabygging, sem byggð var á svipuðum tíma í Þrándheimi, jöfnuð við jörðu. Í Reykjavík var Moggahöllin látin standa en Fjalakötturinn rifinn. Þó ekki standi til að rífa íbúðabyggðina kringum Landspítalann þá mun hún rýrna verulega að gæðum. Hvar á spítalinn að vera?Ég tel mig ekki vita hvar best sé að staðsetja nýjan Landspítala ef hann verður byggður í samræmi við núverandi áform. Nokkur atriði varðandi lóðina, reksturinn og umhverfið virðast þó blasa við án mikilla reikninga. Það er t.d. æskilegt; 1) að ekki sé mikill hæðarmunur innan lóðarinnar því það auðveldar skipulag og samgöngur innan og utan spítalans. 2) að lóðin sé þannig að stærð og staðsetningu að hægt sé að byggja spítalann sem mest út frá forsendum og hagkvæmni spítalans sjálfs en ekki hamlandi umhverfisþátta því það sparar til langs tíma litið. 3) að stærð og fyrirkomulag lóðarinnar leyfi skynsamlegar viðbætur og breytingar í framtíðinni. 4) að staðsetningin skapi ekki ný og aukin vandamál í umferðinni en stuðli fremur að minni umferð um mestu umferðaræðar borgarinnar og auknu jafnvægi. 5) að byggingar og starfsemi falli vel að umhverfinu og rýri ekki gæði byggðar í nágrenninu. 6) að staðsetningin valdi ekki aukinni loftmengun á stöðum sem nú þegar búa við loftmengun sem fer yfir viðmiðunarmörk í margar vikur á ári hverju en stuðli fremur að minni mengun. 7) að staðsetningin auki ekki við hljóðvistarvanda þar sem hann er viðvarandi nú þegar og að ekki fjölgi þeim íbúðum sem búa við hljóðstig yfir viðmiðunarmörkum. 8) að góð aðstaða verði fyrir þyrluflug að spítalanum þar sem ónæði verður sem minnst fyrir starfsemina og nærliggjandi hverfi og hámarks öryggis er gætt. Engu af þessum atriðum er fullnægt með staðsetningunni við Hringbraut, Barónsstíg og Eiríksgötu. Hneyksli?Það er ekkert minna en hneyksli ef stjórnvöld gera alvöru úr því að byggja nýjan Landspítala, sem verður ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar miðað við kostnað, án þess að nota bestu tæki sem völ er á til að undirbúa verkið. Þar eru efst á blaði fræðileg staðarvalsgreining ásamt fýsileika- og hagkvæmnikönnunum. Reyndar vinna þessi tæki svo náið saman að ef eitt þeirra vantar geta hin gefið kolranga niðurstöðu. Skipstjóri sem siglir skipi sínu á grunnsævi hefur lítið við dýptarmælingar að gera ef hann veit ekki djúpristu skipsins. (Arna Mathiesen arkitekt vinnur að rannsóknarverkefni: Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi, SCIBE. Byggt umhverfi á Reykjavíkursvæðinu fyrir og eftir hrun er eitt viðfang rannsóknarinnar.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Tengdar fréttir Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd? Íslendingar sáu ekki ástæðu til að leita ráðgjafar hjá arkitektum eða skipulagsráðgjöfum við vinnslu sinnar skýrslu, enda er þar ekkert minnst á borgina eða skipulag hennar. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að réttarhöld varðandi spillingu í borgarskipulagi og byggingastarfsemi hafa öðru fremur markað uppgjör Íra eftir hrunið. Bein tengsl nýbyggðs umhverfis á höfuðborgarsvæðinu og skorts (lykilhugtak í hagfræði) urðu þó deginum ljósari með íslenskum skýrslum sem gerðar voru heyrinkunnar nú um páskaleytið: 26. apríl 2012 06:00 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið bent á að byggingamagn á lóð nýja Landspítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að byggingamagnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipulagssjá í maí 2012) Auðlindir borgarinnarÞetta hús er jafnlangt Meðferðakjarna nýja Landspítalans en ekki eins hátt og hann.Í grein sinni „Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd?" sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl 2012 segir Arna Mathiesen arkitekt m.a: „Aðkallandi viðfangsefni hönnunar eru vangaveltur um hverju úr er að moða áður en nýrri sýn er kastað fram, ákvarðanir eru teknar og nýtt er búið til." Frá því fyrsta skýrslan um nýja Landspítalann var gerð og til þessa dags hefur nánast ekkert verið fjallað um aðlögun bygginga og starfsemi nýja spítalans að íbúðahverfunum sem umlykja spítalann á þrjá vegu. Það eru alvarleg mistök enda nokkuð augljóst að ekki er auðvelt að koma þessari tröllauknu framkvæmd fyrir í grónu, friðsælu og eftirsóttu íbúðarhverfi. Byggðin umhverfis Landspítalann er ekki aðeins mikilvæg þeim sem þar búa heldur er hún hluti af auðlegð borgarinnar og ber að líta á og vernda sem slíka. Ef til vill má líkja þessu við það þegar Morgunblaðshöllinni, sem er af svipaðri hæð og sumar spítalabyggingarnar, var skellt niður í Grjótaþorpið. Víða um lönd hafa menn rifið slíkar menjar módernismans og nýlega var spítalabygging, sem byggð var á svipuðum tíma í Þrándheimi, jöfnuð við jörðu. Í Reykjavík var Moggahöllin látin standa en Fjalakötturinn rifinn. Þó ekki standi til að rífa íbúðabyggðina kringum Landspítalann þá mun hún rýrna verulega að gæðum. Hvar á spítalinn að vera?Ég tel mig ekki vita hvar best sé að staðsetja nýjan Landspítala ef hann verður byggður í samræmi við núverandi áform. Nokkur atriði varðandi lóðina, reksturinn og umhverfið virðast þó blasa við án mikilla reikninga. Það er t.d. æskilegt; 1) að ekki sé mikill hæðarmunur innan lóðarinnar því það auðveldar skipulag og samgöngur innan og utan spítalans. 2) að lóðin sé þannig að stærð og staðsetningu að hægt sé að byggja spítalann sem mest út frá forsendum og hagkvæmni spítalans sjálfs en ekki hamlandi umhverfisþátta því það sparar til langs tíma litið. 3) að stærð og fyrirkomulag lóðarinnar leyfi skynsamlegar viðbætur og breytingar í framtíðinni. 4) að staðsetningin skapi ekki ný og aukin vandamál í umferðinni en stuðli fremur að minni umferð um mestu umferðaræðar borgarinnar og auknu jafnvægi. 5) að byggingar og starfsemi falli vel að umhverfinu og rýri ekki gæði byggðar í nágrenninu. 6) að staðsetningin valdi ekki aukinni loftmengun á stöðum sem nú þegar búa við loftmengun sem fer yfir viðmiðunarmörk í margar vikur á ári hverju en stuðli fremur að minni mengun. 7) að staðsetningin auki ekki við hljóðvistarvanda þar sem hann er viðvarandi nú þegar og að ekki fjölgi þeim íbúðum sem búa við hljóðstig yfir viðmiðunarmörkum. 8) að góð aðstaða verði fyrir þyrluflug að spítalanum þar sem ónæði verður sem minnst fyrir starfsemina og nærliggjandi hverfi og hámarks öryggis er gætt. Engu af þessum atriðum er fullnægt með staðsetningunni við Hringbraut, Barónsstíg og Eiríksgötu. Hneyksli?Það er ekkert minna en hneyksli ef stjórnvöld gera alvöru úr því að byggja nýjan Landspítala, sem verður ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar miðað við kostnað, án þess að nota bestu tæki sem völ er á til að undirbúa verkið. Þar eru efst á blaði fræðileg staðarvalsgreining ásamt fýsileika- og hagkvæmnikönnunum. Reyndar vinna þessi tæki svo náið saman að ef eitt þeirra vantar geta hin gefið kolranga niðurstöðu. Skipstjóri sem siglir skipi sínu á grunnsævi hefur lítið við dýptarmælingar að gera ef hann veit ekki djúpristu skipsins. (Arna Mathiesen arkitekt vinnur að rannsóknarverkefni: Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi, SCIBE. Byggt umhverfi á Reykjavíkursvæðinu fyrir og eftir hrun er eitt viðfang rannsóknarinnar.)
Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgarsvæðisins til að koma markmiðum í framkvæmd? Íslendingar sáu ekki ástæðu til að leita ráðgjafar hjá arkitektum eða skipulagsráðgjöfum við vinnslu sinnar skýrslu, enda er þar ekkert minnst á borgina eða skipulag hennar. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að réttarhöld varðandi spillingu í borgarskipulagi og byggingastarfsemi hafa öðru fremur markað uppgjör Íra eftir hrunið. Bein tengsl nýbyggðs umhverfis á höfuðborgarsvæðinu og skorts (lykilhugtak í hagfræði) urðu þó deginum ljósari með íslenskum skýrslum sem gerðar voru heyrinkunnar nú um páskaleytið: 26. apríl 2012 06:00
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar