Að ausa fley með fingurbjörg – veikleikar núverandi stefnu um afnám hafta Árni Páll Árnason skrifar 11. apríl 2012 06:00 Við höfum nú búið við gjaldeyrishöft frá nóvemberlokum 2008. Í upphafi bundum við vonir við að hægt væri að leysa úr þeim vanda á 3 til 12 mánuðum. Nú þremur og hálfu ári síðar er ekkert sem bendir til að það takist að losna við höftin í fyrirsjáanlegri framtíð. Mikil krónueign erlendra aðila hefur frá upphafi staðið afnámsferlinu fyrir þrifum. Í aðdraganda hruns sóttu erlendir aðilar í að kaupa krónur til að njóta þeirra ofurvaxta sem Seðlabankinn bauð í vanhugsaðri tilraun til að halda aftur af innlendri verðbólgu með því að halda gengi krónunnar uppi. Eftir fall Lehman-bankans í september 2008 vildu útlendingarnir allir skipta krónunum sínum til baka. Flóttinn var svo hraður að gengi krónunnar féll ekki aðeins heldur hrundi gjaldeyrismarkaðurinn og viðskiptin námu staðar, því enginn mótaðili var til staðar á hinni hliðinni til þess að kaupa krónur. Þannig hrundi krónan á undan bönkunum og hundruð milljarða af fé erlendra spákaupmanna frusu inni. Það fé er hér enn. Aflandskrónueignin var metin um 470 milljarðar íslenskra króna fyrir um ári síðan. Þjóðin hefur ekki þann gjaldeyri handbæran sem þarf til þess að leysa þessa fjármuni út. Og sú staðreynd var meginástæðan til þess að höftin voru sett. Stefna um afnám í öngstrætiTil að leysa úr aflandskrónuvandanum var í stefnumörkun stjórnvalda og Seðlabanka lögð höfuðáhersla á leið gjaldeyrisútboða, til að leiða saman þá sem mögulega gætu viljað koma með gjaldeyri inn og þá sem vildu losna út með krónueignir. Útboðin hafa á undanförnum mánuðum verið réttilega gagnrýnd fyrir að vera seinvirk leið til lausnar á vandanum. Þrátt fyrir margar tilraunir, hefur einungis náðst að minnka aflandskrónustöðuna um einhverja tugi milljarða í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Þrýst hefur verið á lífeyrissjóði um þátttöku í útboðunum, en þeir haft á því lítinn áhuga, enda erlendar eignir þeirra verðmætar og fáir fjárfestingarkostir í boði fyrir þá hér á landi. Þvert á móti er þörf á því fyrir lífeyrissjóðina að auka á fjárfestingar þeirra erlendis til að dreifa áhættu sjóðanna. Það er því alltaf skammgóður vermir að ætla lífeyrissjóðunum að flytja mikla peninga heim, því þeir munu sækja fljótt í að koma því fé aftur í ávöxtun utan landsteinanna. Það er þeirra hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna með eins góðum hætti og kostur er í raunverulegum handbærum verðmætum, en ekki kasta því fé í æfingar til að bjarga veikburða gjaldmiðli sem gætu hæglega rýrt greiðslugetu lífeyrissjóðanna þegar til lengri tíma er litið. Léleg þátttaka í síðasta gjaldeyrisútboði Seðlabankans sýnir þennan vanda í hnotskurn. Þátttakan í útboðinu var nær engin og tilboð lífeyrissjóðanna bera þess merki að þeir hafa ekki raunverulegan vilja til þátttöku í verkefninu á þessum forsendum, þótt þeir taki þátt að nafninu til. Vandinn hefur vaxiðEn eins og það væri ekki nóg, bætist við sú staðreynd að magn þeirra krónueigna sem leysa þarf út hefur farið vaxandi þar sem komið hefur í ljós að þrotabú gömlu bankanna eiga verulegar krónueignir sem hinir erlendu kröfuhafar þeirra vilja gjarnan leysa til sín. Þessar eignir gætu orðið á bilinu 500-700 milljarðar. Með nýlegum lagabreytingum voru þessar eignir felldar undir höftin. Í stað þess að við séum að fást við vanda sem nemur tæpum 30% af þjóðarframleiðslu getur vandinn því orðið í kringum 60% af þjóðarframleiðslu. Það má því halda því fram með nokkrum rétti að stefna Seðlabankans um afnám hafta sé komin í algerar ógöngur. Lítill árangur hefur verið af gjaldeyrisútboðunum og á sama tíma hefur heildarvandinn vegna krónueignar erlendra aðila meira en tvöfaldast. Sérfræðingar eru sammála um að Seðlabankastefnan muni ekki geta leitt til afnáms hafta innan ásættanlegs tíma. Þetta er bara eins og ausa lekan togara með fingurbjörg. Það er fræðilega mögulegt, en tekur afskaplega langan tíma og árangur er háður því að lekinn inn sé minni en austursgeta fingurbjargarinnar. Á meðan bíða allir…Að öðru óbreyttu stefnir í að þjóðin þrasi um óraunhæf ævintýri á borð við einhliða upptöku Kanadadollars enn um sinn og engin raunhæf lausn verði til. Við getum þá beðið og vonað að einhvern hvalreka beri á fjörurnar, s.s. að olía finnist á Drekasvæðinu, sæstrengur til Bretlands skili gríðarmiklum arði af orkuauðlindum landsins eða eitthvað annað verði til sem skili þeim gjaldeyri sem nauðsynlegur er til þess að kaupa út hina erlendu spákaupmenn. Sú bið gæti tekið ár og áratugi. Á meðan myndi íslenskt atvinnulíf bíða hrikalegt tjón, eins og ég rakti í fyrstu grein minni um þessi mál. Það liggur fyrir að einfaldasta leiðin til afnáms hafta er með aðild að ESB og undirbúningi upptöku evru. Vandinn við þá leið er annars vegar sá að ekki hefur náðst að byggja nægilega góða samstöðu um hana og að afnámsferli á þeim grunni getur heldur ekki hafist fyrir en eftir að aðild að ESB hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæði. Þjóðaratkvæðagreiðslan getur fyrst farið fram eftir tvö ár. Að óbreyttu verður því ekkert gert sem máli skiptir í afnámi hafta, fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2014. Ef aðild verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, höfum við engin svör. Það er algerlega óásættanlegt að halda fleyinu stefnulausu svo lengi. Þetta er slæmt fyrir okkur sem viljum aðild að ESB, en enn verra fyrir áhugamenn um framtíð Íslands utan ESB. Þeir geta ekki verið þekktir að því að hafa enga trúverðuga stefnu um gengis- og peningamál til næstu ára, sem gerir afnám hafta mögulegt. Er okkur sama þótt við töpum samkeppnishæfum fyrirtækjum, íslenskt atvinnulíf molni og við fáum enga erlenda fjárfestingu? Það er óhjákvæmilegt að hugsa stefnu um afnám hafta upp á nýtt. Um hugmyndir í þá veru fjalla ég í síðustu greininni í þessum flokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Tengdar fréttir Stíflugarðar á floti – um gagnslítil og stórskaðleg gjaldeyrishöft Hert gjaldeyrishöft, meint brot Samherja á gjaldeyrislöggjöfinni og misheppnað gjaldeyrisútboð Seðlabankans nú nýlega eru atburðir sem kalla á endurmat á þeirri umgjörð sem við höfum búið íslensku atvinnulífi með gjaldeyrishöftum. Undan því endurmati getur enginn vikist. 10. apríl 2012 06:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum nú búið við gjaldeyrishöft frá nóvemberlokum 2008. Í upphafi bundum við vonir við að hægt væri að leysa úr þeim vanda á 3 til 12 mánuðum. Nú þremur og hálfu ári síðar er ekkert sem bendir til að það takist að losna við höftin í fyrirsjáanlegri framtíð. Mikil krónueign erlendra aðila hefur frá upphafi staðið afnámsferlinu fyrir þrifum. Í aðdraganda hruns sóttu erlendir aðilar í að kaupa krónur til að njóta þeirra ofurvaxta sem Seðlabankinn bauð í vanhugsaðri tilraun til að halda aftur af innlendri verðbólgu með því að halda gengi krónunnar uppi. Eftir fall Lehman-bankans í september 2008 vildu útlendingarnir allir skipta krónunum sínum til baka. Flóttinn var svo hraður að gengi krónunnar féll ekki aðeins heldur hrundi gjaldeyrismarkaðurinn og viðskiptin námu staðar, því enginn mótaðili var til staðar á hinni hliðinni til þess að kaupa krónur. Þannig hrundi krónan á undan bönkunum og hundruð milljarða af fé erlendra spákaupmanna frusu inni. Það fé er hér enn. Aflandskrónueignin var metin um 470 milljarðar íslenskra króna fyrir um ári síðan. Þjóðin hefur ekki þann gjaldeyri handbæran sem þarf til þess að leysa þessa fjármuni út. Og sú staðreynd var meginástæðan til þess að höftin voru sett. Stefna um afnám í öngstrætiTil að leysa úr aflandskrónuvandanum var í stefnumörkun stjórnvalda og Seðlabanka lögð höfuðáhersla á leið gjaldeyrisútboða, til að leiða saman þá sem mögulega gætu viljað koma með gjaldeyri inn og þá sem vildu losna út með krónueignir. Útboðin hafa á undanförnum mánuðum verið réttilega gagnrýnd fyrir að vera seinvirk leið til lausnar á vandanum. Þrátt fyrir margar tilraunir, hefur einungis náðst að minnka aflandskrónustöðuna um einhverja tugi milljarða í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Þrýst hefur verið á lífeyrissjóði um þátttöku í útboðunum, en þeir haft á því lítinn áhuga, enda erlendar eignir þeirra verðmætar og fáir fjárfestingarkostir í boði fyrir þá hér á landi. Þvert á móti er þörf á því fyrir lífeyrissjóðina að auka á fjárfestingar þeirra erlendis til að dreifa áhættu sjóðanna. Það er því alltaf skammgóður vermir að ætla lífeyrissjóðunum að flytja mikla peninga heim, því þeir munu sækja fljótt í að koma því fé aftur í ávöxtun utan landsteinanna. Það er þeirra hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna með eins góðum hætti og kostur er í raunverulegum handbærum verðmætum, en ekki kasta því fé í æfingar til að bjarga veikburða gjaldmiðli sem gætu hæglega rýrt greiðslugetu lífeyrissjóðanna þegar til lengri tíma er litið. Léleg þátttaka í síðasta gjaldeyrisútboði Seðlabankans sýnir þennan vanda í hnotskurn. Þátttakan í útboðinu var nær engin og tilboð lífeyrissjóðanna bera þess merki að þeir hafa ekki raunverulegan vilja til þátttöku í verkefninu á þessum forsendum, þótt þeir taki þátt að nafninu til. Vandinn hefur vaxiðEn eins og það væri ekki nóg, bætist við sú staðreynd að magn þeirra krónueigna sem leysa þarf út hefur farið vaxandi þar sem komið hefur í ljós að þrotabú gömlu bankanna eiga verulegar krónueignir sem hinir erlendu kröfuhafar þeirra vilja gjarnan leysa til sín. Þessar eignir gætu orðið á bilinu 500-700 milljarðar. Með nýlegum lagabreytingum voru þessar eignir felldar undir höftin. Í stað þess að við séum að fást við vanda sem nemur tæpum 30% af þjóðarframleiðslu getur vandinn því orðið í kringum 60% af þjóðarframleiðslu. Það má því halda því fram með nokkrum rétti að stefna Seðlabankans um afnám hafta sé komin í algerar ógöngur. Lítill árangur hefur verið af gjaldeyrisútboðunum og á sama tíma hefur heildarvandinn vegna krónueignar erlendra aðila meira en tvöfaldast. Sérfræðingar eru sammála um að Seðlabankastefnan muni ekki geta leitt til afnáms hafta innan ásættanlegs tíma. Þetta er bara eins og ausa lekan togara með fingurbjörg. Það er fræðilega mögulegt, en tekur afskaplega langan tíma og árangur er háður því að lekinn inn sé minni en austursgeta fingurbjargarinnar. Á meðan bíða allir…Að öðru óbreyttu stefnir í að þjóðin þrasi um óraunhæf ævintýri á borð við einhliða upptöku Kanadadollars enn um sinn og engin raunhæf lausn verði til. Við getum þá beðið og vonað að einhvern hvalreka beri á fjörurnar, s.s. að olía finnist á Drekasvæðinu, sæstrengur til Bretlands skili gríðarmiklum arði af orkuauðlindum landsins eða eitthvað annað verði til sem skili þeim gjaldeyri sem nauðsynlegur er til þess að kaupa út hina erlendu spákaupmenn. Sú bið gæti tekið ár og áratugi. Á meðan myndi íslenskt atvinnulíf bíða hrikalegt tjón, eins og ég rakti í fyrstu grein minni um þessi mál. Það liggur fyrir að einfaldasta leiðin til afnáms hafta er með aðild að ESB og undirbúningi upptöku evru. Vandinn við þá leið er annars vegar sá að ekki hefur náðst að byggja nægilega góða samstöðu um hana og að afnámsferli á þeim grunni getur heldur ekki hafist fyrir en eftir að aðild að ESB hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæði. Þjóðaratkvæðagreiðslan getur fyrst farið fram eftir tvö ár. Að óbreyttu verður því ekkert gert sem máli skiptir í afnámi hafta, fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2014. Ef aðild verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, höfum við engin svör. Það er algerlega óásættanlegt að halda fleyinu stefnulausu svo lengi. Þetta er slæmt fyrir okkur sem viljum aðild að ESB, en enn verra fyrir áhugamenn um framtíð Íslands utan ESB. Þeir geta ekki verið þekktir að því að hafa enga trúverðuga stefnu um gengis- og peningamál til næstu ára, sem gerir afnám hafta mögulegt. Er okkur sama þótt við töpum samkeppnishæfum fyrirtækjum, íslenskt atvinnulíf molni og við fáum enga erlenda fjárfestingu? Það er óhjákvæmilegt að hugsa stefnu um afnám hafta upp á nýtt. Um hugmyndir í þá veru fjalla ég í síðustu greininni í þessum flokki.
Stíflugarðar á floti – um gagnslítil og stórskaðleg gjaldeyrishöft Hert gjaldeyrishöft, meint brot Samherja á gjaldeyrislöggjöfinni og misheppnað gjaldeyrisútboð Seðlabankans nú nýlega eru atburðir sem kalla á endurmat á þeirri umgjörð sem við höfum búið íslensku atvinnulífi með gjaldeyrishöftum. Undan því endurmati getur enginn vikist. 10. apríl 2012 06:00
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar