Enski boltinn

Michael Owen á twitter: "Hallelujah!"

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen og Sir Alex Ferguson á æfingu í síðustu viku.
Michael Owen og Sir Alex Ferguson á æfingu í síðustu viku. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Owen gæti sést fljótlega í búningi Manchester United á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu síðan að hann meiddist eftir tíu mínútur í Meistaradeildarleik á móti Otelul Galati í byrjun nóvember.

„Hallelujah! Ég æfði í fyrsta sinn í dag og líður mjög vel. Allt á réttri leið," skrifaði Michael Owen inn á twitter-síðu sína í dag. Hann hefur verið að glíma við tognun aftan í læri síðan í leiknum í nóvember.

Michael Owen hefur skorað 3 mörk í 4 leikjum með United á tímabilinu en öll þrjú komu þau í tveimur deildarbikarleikjum á móti Leeds og Aldershot Town. Owen skoraði 5 mörk í 17 leikjum á síðasta tímabili.

Þetta er þriðja tímabilið hjá hinum 32 ára gamla Owen á Old Trafford en hann kom til liðsins frá Newcastle United haustið 2009. Meiðsli hafa hinsvegar séð til þess að hann hefur aðeins náð að leika 31 leik í ensku úrvalsdeildinni með Manchester United liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×