Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 25-25 Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. mars 2012 14:10 Mynd/Stefán Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góðan möguleika til að stela sigrinum lauk leik Hauka og Valsmanna með 25-25 jafntefli í DB Schenker höllinni í kvöld. Haukamenn komu í þennan leik á toppi N1-deildarinnar og nýkrýndir bikarmeistarar á meðan Valsmenn unnu góðann sigur í síðustu umferð, 28-24 á HK í Digranesi. Fögnuðurinn við bikarúrslitin virtist eitthvað sitja í heimamönnum því þeir voru afar lengi af stað. Valsmenn byrjuðu leikinn vel og voru komnir með 5-0 forystu þegar 7 mínútur voru liðnar af leiknum. Við tók góður kafli hjá Haukamönnum með Gylfa Gylfason í fararbroddi sem skoraði 8 af fyrstu 9 mörkum Hauka. Heimamenn náðu að jafna þegar hálfleikurinn var hálfnaður og héldu áfram á góðu tempói og náðu að tryggja sér þriggja marka forystu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, 12-9. Það sama var upp á teningunum í upphafi seinni hálfleiks, heimamenn virtust sterkari og voru við það að ganga frá leiknum þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Þá tóku Valsmenn leikhlé og endurskipulögðu leik sinn. Með góðum varnarleik náðu Valsmenn að jafna leikinn stuttu fyrir lok leiksins. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góða möguleika til að stela sigrinum á síðustu sekúndum leiksins lauk leiknum með jafntefli. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 11 mörk en í liði Valsmanna var Finnur Ingi Stefánsson markahæstur með 7. Óskar Bjarni: Skandall að hafa náð stigi„Við byrjuðum frábærlega gegn 6-0 vörninni þeirra og vörnin okkar var að spila vel í dag. Við gerðum hinsvegar allt of mörg mistök í sóknarleiknum sem skilaði sér í fjölda auðveldra marka fyrir þá," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Aron gerði mjög góða hluti, þjálfarlega klóka hluti. Hann gerði margar breytingar, breytti um markmann og vörn sem hristi aðeins upp í þeim. Það er hinsvegar oft að spila svona fljótt eftir bikarúrslitaleik og við fengum þá sennilega á besta tíma, við hefðum getað nýtt okkur það betur hérna í dag." Leikurinn var afar kaflaskiptur og hlutirnir litu ekki vel út þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og Valsmenn voru 6 mörkum undir. „Í seinni hálfleik leit þetta illa út, þeir voru sex mörkum yfir og við vorum ekki líklegir til að jafna. Við hinsvegar tökum við okkur og stjórnum leiknum síðustu mínúturnar og vorum eiginlega bara óheppnir að ná ekki að klára leikinn miðað við hversu heitir við vorum sóknarlega." „Við náðum að loka vel á skytturnar hjá þeim en hornamennirnir spiluðu mjög vel hjá þeim. Miðað við alla tæknifeilana sem skiluðu sér í auðveldum mörkum fyrir þá er skandall að við höfum fengið stig hérna í dag, þetta á varla að vera hægt," sagði Óskar. Aron: Verður spennufall við að vinna bikar„Þetta var heldur betur kaflaskipt, ef maður miðar við síðustu tíu mínúturnar er maður ánægður með stigið. Eftir hæga byrjun kom góður fjörutíu mínútna kafli en við töpum þessu aftur hérna undir lokin," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Við sýndum mikinn karakter á köflum, við erum fimm mörkum undir en náum sex marka forystu í seinni hálfleik.Það voru mörg auðveld mörk hér í kvöld, það reyndist dýrt að þeir skoruðu þessi auðveldu mörk í byrjun en við náðum kafla þar sem við refsuðum þeim fyrir öll mistök." „Það er visst spennufall sem verður við að vinna bikar, sérstaklega hjá yngri leikmönnum. Það getur verið þrautinni þyngri að vinna úr því og getur munað verulega að vera með reynslumeiri menn.Við erum með reynda menn í horninu, Gylfi var stórkostlegur sóknarlega og Freyr var mjög öflugur varnarlega, hefðum við verið með 1-2 aðra reynslubolta held ég að við hefðum klárað þetta." Eftir leikinn eru Hafnarfjarðarfélögin Haukar og FH jöfn á toppi deildarinnar. „Núna er bara einvígi milli okkar og FH, það eru fimm leikir eftir og við verðum að mæta einbeittir í alla leiki og vinna alla leiki," sagði Aron. Sturla: Vissum að þeir gætu verið ryðgaðir„Við getum verið sáttir með að fá stig þegar við lítum yfir leikinn í heild sinni en erum auðvitað svekktir að hafa ekki einusinni náð skoti á markið hérna undir lokin," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals eftir leikinn. „Við lendum sex mörkum undir gegn toppliði deildarinnar en náum að jafna það, það er mjög vel gert. Við vissum að þeir gætu verið ryðgaðir eftir bikarúrslitaleikinn og við byrjuðum leikinn mjög vel en köstum frá okkur fimm marka forystu." „Við erum með allt of marga tæknifeila hérna í dag, það er ótrúlegt út frá því að við höfum náð stigi. Þvílíkt magn af stolnum boltum og hraðaupphlaupum sem var mjög slæmt fyrir okkur, þeir áttu í erfiðleikum ef þeir þurftu að stilla upp í sóknir, vörnin var að spila mjög vel hér í kvöld." Eftir þetta eru Valsmenn fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Ég hef mikla trú á að þetta stig geti hjálpað okkur í baráttunni um úrslitakeppnina, við höfum fulla trú á að við getum komist í hana. Ef við höldum okkar striki, náum 2-3 sigurleikjum þá erum við í verulega góðum sjéns, við ætlum okkur að komast í úrslitakeppnina," sagði Sturla. Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góðan möguleika til að stela sigrinum lauk leik Hauka og Valsmanna með 25-25 jafntefli í DB Schenker höllinni í kvöld. Haukamenn komu í þennan leik á toppi N1-deildarinnar og nýkrýndir bikarmeistarar á meðan Valsmenn unnu góðann sigur í síðustu umferð, 28-24 á HK í Digranesi. Fögnuðurinn við bikarúrslitin virtist eitthvað sitja í heimamönnum því þeir voru afar lengi af stað. Valsmenn byrjuðu leikinn vel og voru komnir með 5-0 forystu þegar 7 mínútur voru liðnar af leiknum. Við tók góður kafli hjá Haukamönnum með Gylfa Gylfason í fararbroddi sem skoraði 8 af fyrstu 9 mörkum Hauka. Heimamenn náðu að jafna þegar hálfleikurinn var hálfnaður og héldu áfram á góðu tempói og náðu að tryggja sér þriggja marka forystu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, 12-9. Það sama var upp á teningunum í upphafi seinni hálfleiks, heimamenn virtust sterkari og voru við það að ganga frá leiknum þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Þá tóku Valsmenn leikhlé og endurskipulögðu leik sinn. Með góðum varnarleik náðu Valsmenn að jafna leikinn stuttu fyrir lok leiksins. Þrátt fyrir að bæði lið hafi fengið góða möguleika til að stela sigrinum á síðustu sekúndum leiksins lauk leiknum með jafntefli. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 11 mörk en í liði Valsmanna var Finnur Ingi Stefánsson markahæstur með 7. Óskar Bjarni: Skandall að hafa náð stigi„Við byrjuðum frábærlega gegn 6-0 vörninni þeirra og vörnin okkar var að spila vel í dag. Við gerðum hinsvegar allt of mörg mistök í sóknarleiknum sem skilaði sér í fjölda auðveldra marka fyrir þá," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Aron gerði mjög góða hluti, þjálfarlega klóka hluti. Hann gerði margar breytingar, breytti um markmann og vörn sem hristi aðeins upp í þeim. Það er hinsvegar oft að spila svona fljótt eftir bikarúrslitaleik og við fengum þá sennilega á besta tíma, við hefðum getað nýtt okkur það betur hérna í dag." Leikurinn var afar kaflaskiptur og hlutirnir litu ekki vel út þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og Valsmenn voru 6 mörkum undir. „Í seinni hálfleik leit þetta illa út, þeir voru sex mörkum yfir og við vorum ekki líklegir til að jafna. Við hinsvegar tökum við okkur og stjórnum leiknum síðustu mínúturnar og vorum eiginlega bara óheppnir að ná ekki að klára leikinn miðað við hversu heitir við vorum sóknarlega." „Við náðum að loka vel á skytturnar hjá þeim en hornamennirnir spiluðu mjög vel hjá þeim. Miðað við alla tæknifeilana sem skiluðu sér í auðveldum mörkum fyrir þá er skandall að við höfum fengið stig hérna í dag, þetta á varla að vera hægt," sagði Óskar. Aron: Verður spennufall við að vinna bikar„Þetta var heldur betur kaflaskipt, ef maður miðar við síðustu tíu mínúturnar er maður ánægður með stigið. Eftir hæga byrjun kom góður fjörutíu mínútna kafli en við töpum þessu aftur hérna undir lokin," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Við sýndum mikinn karakter á köflum, við erum fimm mörkum undir en náum sex marka forystu í seinni hálfleik.Það voru mörg auðveld mörk hér í kvöld, það reyndist dýrt að þeir skoruðu þessi auðveldu mörk í byrjun en við náðum kafla þar sem við refsuðum þeim fyrir öll mistök." „Það er visst spennufall sem verður við að vinna bikar, sérstaklega hjá yngri leikmönnum. Það getur verið þrautinni þyngri að vinna úr því og getur munað verulega að vera með reynslumeiri menn.Við erum með reynda menn í horninu, Gylfi var stórkostlegur sóknarlega og Freyr var mjög öflugur varnarlega, hefðum við verið með 1-2 aðra reynslubolta held ég að við hefðum klárað þetta." Eftir leikinn eru Hafnarfjarðarfélögin Haukar og FH jöfn á toppi deildarinnar. „Núna er bara einvígi milli okkar og FH, það eru fimm leikir eftir og við verðum að mæta einbeittir í alla leiki og vinna alla leiki," sagði Aron. Sturla: Vissum að þeir gætu verið ryðgaðir„Við getum verið sáttir með að fá stig þegar við lítum yfir leikinn í heild sinni en erum auðvitað svekktir að hafa ekki einusinni náð skoti á markið hérna undir lokin," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður Vals eftir leikinn. „Við lendum sex mörkum undir gegn toppliði deildarinnar en náum að jafna það, það er mjög vel gert. Við vissum að þeir gætu verið ryðgaðir eftir bikarúrslitaleikinn og við byrjuðum leikinn mjög vel en köstum frá okkur fimm marka forystu." „Við erum með allt of marga tæknifeila hérna í dag, það er ótrúlegt út frá því að við höfum náð stigi. Þvílíkt magn af stolnum boltum og hraðaupphlaupum sem var mjög slæmt fyrir okkur, þeir áttu í erfiðleikum ef þeir þurftu að stilla upp í sóknir, vörnin var að spila mjög vel hér í kvöld." Eftir þetta eru Valsmenn fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. „Ég hef mikla trú á að þetta stig geti hjálpað okkur í baráttunni um úrslitakeppnina, við höfum fulla trú á að við getum komist í hana. Ef við höldum okkar striki, náum 2-3 sigurleikjum þá erum við í verulega góðum sjéns, við ætlum okkur að komast í úrslitakeppnina," sagði Sturla.
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira