Magni syngur til heiðurs Houston 1. mars 2012 16:00 Magni Ásgeirsson syngur á tónleikum til heiðurs Whitney Houston 22. mars. Mynd/heida.is „Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You," segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur. „Ég geng þarna í störf karlpeningsins sem hún söng með. Hún söng dúetta með George Michael og hinum og þessum og ég fæ að vera karlmaðurinn í sambandinu," segir Magni, sem útilokar samt ekki að spreyta sig á Houston sjálfri. „Við erum ekki byrjuð að hnakkrífast um hver syngur hvað en það getur bara vel verið að ég fái að syngja eitthvað konulag, annað eins hefur nú gerst. Gott lag virkar alveg fyrir bæði kynin en ég er ekki að reyna að fara í háu hælana hennar Whitneyjar, það er alveg á hreinu." Aðspurður segir hann að hin sáluga Houston hafi verið ein besta söngkona allra tíma. „Hún var með gjörsamlega fáránlega rödd, sérstaklega fyrir tíma tölvanna þegar hægt er að laga allt." Houston er komin í hóp margra látinna söngvara sem Magni og fólk af hans kynslóð hefur hrifist af. „Þetta fer að verða svolítið pirrandi. Kurt Cobain, Layne Staley, Amy Winehouse, Whitney Houston og Michael Jackson. Þetta hrinur allt niður." -fb
Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira