Syngur um græðgina og spillinguna á Wall Street 1. mars 2012 20:30 Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen gefur eftir helgi út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún kallast Wrecking Ball og er hans fyrsta í þrjú ár, eða síðan Working on a Dream kom út. Í þetta sinn eru efnahagsmálin honum hugleikin, sérstaklega græðgi og spilling hvítflibbanna á Wall Street og sá skaði sem hefur orðið í bandarísku samfélagi, þar á meðal af völdum þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Bruce flytja titillag plötunnar. Springsteen, sem er 62 ára, hefur oft á sínum farsæla ferli sungið um fólk sem á erfitt með að ná endum saman en í þetta sinn ákvað að hann beina sjónum sínum frekar að þeim sem áttu þátt í því að búa til hið slæma efnahagsástand sem nú ríkir í Bandaríkjunum. „Tónlistin mín hefur alltaf snúist um að meta fjarlægðina á milli bandarísks veruleika og bandaríska draumsins, hversu löng hún er á hverri stundu," sagði Springsteen. „Uppruna plötunnar má rekja til ársins 2008 þegar mér fannst enginn vilja taka á sig neina ábyrgð í þjóðfélaginu. Wrecking Ball er myndlíking fyrir eitthvað sem hefur átt sér stað, þar sem eitthvað er eyðilagt til að byggja upp eitthvað nýtt. Þá er ég að tala um eyðileggingu á bandarískum gildum og hugmyndum sem hefur orðið, undanfarin, í rauninni þrjátíu ár." Auk hefðbundinnar rokktónlistar eru þjóðlaga- og gospellög á plötunni. Með því að kafa aftur í tónlistarsöguna vildi Springsteen sýna að eyðileggingin sem hann talar um er einhvers konar hringrás sem kemur upp aftur og aftur í Bandaríkjunum. Hljómsveitin E Street Band er Springsteen sem fyrr til halds og trausts á plötunni. Auk þess fékk hann hjálp frá Tom Morello, gítarleikara Rage Against the Machine, og Matt Chamberlain, fyrrverandi trommara Pearl Jam. Springsteen, sem hefur oft verið kallaður Stjórinn, heldur fyrirlestur á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas um miðjan mars. Að honum loknum leggur hann af stað í tónleikaferð um Bandaríkin. Í maí hefst svo tónleikaferð um Evrópu sem lýkur í Helsinki 31. júlí. Hann spilar einnig á Hróarskeldu í júlí og verður það í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu hátíðarinnar sem goðsögnin kemur þar fram. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen gefur eftir helgi út sína sautjándu hljóðversplötu. Hún kallast Wrecking Ball og er hans fyrsta í þrjú ár, eða síðan Working on a Dream kom út. Í þetta sinn eru efnahagsmálin honum hugleikin, sérstaklega græðgi og spilling hvítflibbanna á Wall Street og sá skaði sem hefur orðið í bandarísku samfélagi, þar á meðal af völdum þeirra. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Bruce flytja titillag plötunnar. Springsteen, sem er 62 ára, hefur oft á sínum farsæla ferli sungið um fólk sem á erfitt með að ná endum saman en í þetta sinn ákvað að hann beina sjónum sínum frekar að þeim sem áttu þátt í því að búa til hið slæma efnahagsástand sem nú ríkir í Bandaríkjunum. „Tónlistin mín hefur alltaf snúist um að meta fjarlægðina á milli bandarísks veruleika og bandaríska draumsins, hversu löng hún er á hverri stundu," sagði Springsteen. „Uppruna plötunnar má rekja til ársins 2008 þegar mér fannst enginn vilja taka á sig neina ábyrgð í þjóðfélaginu. Wrecking Ball er myndlíking fyrir eitthvað sem hefur átt sér stað, þar sem eitthvað er eyðilagt til að byggja upp eitthvað nýtt. Þá er ég að tala um eyðileggingu á bandarískum gildum og hugmyndum sem hefur orðið, undanfarin, í rauninni þrjátíu ár." Auk hefðbundinnar rokktónlistar eru þjóðlaga- og gospellög á plötunni. Með því að kafa aftur í tónlistarsöguna vildi Springsteen sýna að eyðileggingin sem hann talar um er einhvers konar hringrás sem kemur upp aftur og aftur í Bandaríkjunum. Hljómsveitin E Street Band er Springsteen sem fyrr til halds og trausts á plötunni. Auk þess fékk hann hjálp frá Tom Morello, gítarleikara Rage Against the Machine, og Matt Chamberlain, fyrrverandi trommara Pearl Jam. Springsteen, sem hefur oft verið kallaður Stjórinn, heldur fyrirlestur á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas um miðjan mars. Að honum loknum leggur hann af stað í tónleikaferð um Bandaríkin. Í maí hefst svo tónleikaferð um Evrópu sem lýkur í Helsinki 31. júlí. Hann spilar einnig á Hróarskeldu í júlí og verður það í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu hátíðarinnar sem goðsögnin kemur þar fram. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira