Enski boltinn

Ferguson um De Gea: Fá kjöt á beinin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vill að markvörðurinn David De Gea styrki sig svo hann sé betur í stakk búinn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

United keypti De Gea frá Atletico Madrid í sumar fyrir átján milljónir punda og átti hann erfitt uppdráttar í upphafi tímabilsins. Ferguson hefur þó mikla trú á sínum manni.

„Drengurinn er hæfileikaríkur. Hann er eldfljótur en fannst erfitt að aðlagast sumum þáttum knattspyrnunnar hér," sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„Hann þarf að halda áfram að hlúa að líkamanum og hann hefur verið mjög duglegur í ræktinni. Það væri frábært ef hann nær að bæta um sex kílóum á sig án þess að það bitni á hraðanum hans eða hreyfigetu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×