Enski boltinn

Tevez fær annan varaliðsleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tevez hér við komuna til Manchester þann 14. febrúar síðastliðinn.
nordic photos/getty
Tevez hér við komuna til Manchester þann 14. febrúar síðastliðinn. nordic photos/getty
Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez spila aftur með varaliði Manchester City í dag eftir að hann þótti ekki standa sig nógu vel í leik með varaliðinu nú á þriðjudaginn. Þá spilaði hann í 45 mínútur og náði aðeins einu skoti að marki.

Tevez kom aftur til Englands um miðjan síðasta mánuð og sagðist þá aðeins þurfa um tvær vikur til að koma sér í stand. Annað hefur komið á daginn og er nú talað um að hann eigi ekki möguleika á að spila með aðalliði City á ný fyrr en gegn Chelsea þann 19. mars næstkomandi.

Varalið City mætir Bolton í dag en óvíst er hvort leikurinn fari fram fyrir luktum dyrum eins og síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×