Tólfta lífið Guðrún Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2012 06:00 Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. Hann hafði hringt í hana vorið 2006 til að afla atkvæða fyrir Reykjavíkurlistann í borgarstjórnarkosningum. Mamma sagði mér að eftir að hún hafði útskýrt stjórnmálaskoðanir sínar fyrir þessum manni hefðu þau átt langt spjall saman. Hann hefði verið mjög áhugasamur um hennar hagi. Hún spurði mig síðan hver hann væri, hann hefði sagst heita Hallgrímur Helgason og vera rithöfundur. Þótt móðir mín læsi manna mest af bókmenntum hafði hún ekki lesið bók eftir Hallgrím og þekkti hann því ekki sem höfund. Þegar ég las áður nefnt viðtal í DV rifjaðist þetta símtal upp fyrir mér. Mér fannst samt með ólíkindum að Hallgrímur væri í raun byrjaður á bók þar sem ævi móður minnar væri kveikjan án þess að fjölskylda hennar hefði af því vitað. Ég hafði í framhaldinu samband við hann og fékk þetta staðfest. Ég sagðist þá myndu vilja aðstoða hann ef hann vildi, til að dýpka sýn hans og í þeim tilgangi kom hann á heimili mitt í Borgarnesi í eitt skipti. Okkar samtal var gott og ég skynjaði að merk saga mömmu hefði vakið athygli hans. Ég sagði honum að ég gerði mér grein fyrir því að ég gæti engu ráðið um hvernig sögu hann skrifaði, en vildi hjálpa honum að varpa sem bestu ljósi á persónuleika hennar. Við áttum í framhaldi af þessu nokkur samskipti í tölvupósti en handrit fékk ég ekki í hendur – utan eins af fyrstu köflunum – fyrr en föstudaginn 2. september 2011. Á þeim tímapunkti var bókin hins vegar þegar fullskrifuð og komin í prentun í Þýskalandi þar sem hún kom fyrst út. Eftir því sem liðið hafði á sumarið höfðu áhyggjur mínar vaxið nokkuð því ég hafði ekki hugmynd um efnistökin. Ég treysti Hallgrími hins vegar og reyndi því að vera róleg. Eftir að ég hafði síðan fengið handritið í hendur settist ég strax við lestur, með allmiklum kvíða þó. Eftir nokkra tugi blaðsíðna áttaði ég mig á að þó verkið væri vel skrifað væri það engu að síður mjög grófur texti, en við þetta hlyti nú að vera hægt að lifa. Þegar á leið er hins vegar skemmst frá að segja að ég varð fyrir þungu áfalli. Textinn leiddist yfir í meiri ljótleika en ég hafði nokkurn tíma gert mér grein fyrir, uppáferðir, nauðganir og klám tóku yfir og þannig hélst sagan út bókina. Á þriðjudagskvöldi lauk ég við lesturinn. Eftir andvökunótt skrifaði ég Hallgrími strax og sagði honum að ég gæti ekki búið við þessi skrif – ég gerði mér nú grein fyrir hvernig bók hann hefði verið að semja og bað hann eins og guð mér til hjálpar að breyta því sem hann gæti. Þá var bókin hins vegar svo langt komin í Þýskalandi að ekkert var hægt að gera. Hallgrímur fann til með mér og reyndi að fást við breytingar á íslensku útgáfunni. Þetta virði ég mjög við hann þótt það hafi ekki gengið upp, við mildun textans fannst honum sem kjarninn í verkinu biði skaða af. Hann sýndi hluttekningu sína að lokum í raun með því að setja verkinu sterkan formála og fyrir það á hann þakkir skildar. En á næstu dögum varð ég því að gera mér grein fyrir að barátta mín fyrir frekari verndun minningar móður minnar var vonlaus. Við tók tími svefnlausra nátta og sálarbaráttu og ótal spurninga. Hvernig var þetta hægt? Að skrifa svona texta um látna manneskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér? Nota einhver æviatriði hennar, nafngreina fólkið hennar, segja sögurnar hennar, en um leið draga minningu hennar inn í grótesku og klám undir merkjum skáldsögunnar? Svör við þessum spurningum fæ ég aldrei. Það skal tekið fram að ég hef ekki reynt Hallgrím Helgason að öðru en drengskap í okkar samskiptum – en hann vissi þó allan tímann að hann var að skrifa verk á þessu plani – og sagði mér aldrei af því, kannski skiljanlega. Ég dæmi hann ekki af reiði, sá einn getur dæmt sem er gallalaus sjálfur. En í huga mínum er djúp hryggð yfir að þetta verk skyldi hafa orðið til. Eru bókmenntir yfir siðferði og réttlæti hafnar? Kannski er það svo og við fjölskylda mín vorum bara óheppin að lenda í þessu. En í mínum huga er ekki siðlega rétt að skrifa svona texta og tengja hann við minningu fólks. Jafnvel þó það sé löglegt. Mín eina huggun síðustu vikur er sú að margir lesenda bókarinnar hafa borið sig eftir raunverulegri ævisögu móður minnar sem var gefin út árið 1983 og heitir Ellefu líf. Fyrir þetta er ég þakklát. Ég veit að Þjóðleikhúsið hefur keypt réttinn að leikgerð Hallgríms á verkinu en vildi óska að önnur leið yrði farin, þ.e. að láta gera leikgerð af Ellefu lífum, þar er næg saga og engin þörf á að bæta neinu við. Af ýmsum ástæðum átti móðir mín erfitt með að sinna börnunum sem hún eignaðist í lífinu. Engu að síður áttum við gott og gefandi samband. Okkur þótti vænt um hana og skynjuðum hennar mögnuðu sögu og persónuleika. Barnabörnin hennar náðu að kynnast henni og eiga hana að vini. Þó var hún rúmliggjandi sjúklingur árin sem þau þekktu hana. Hún átti tryggðavini sem litu til hennar. Hjúkrunarfólkið og læknarnir voru vinir hennar, þar ríkti traust, virðing og skilningur. Þrátt fyrir erfiða ævi bar móðir mín höfuðið hátt og sýndi andlega reisn og mikilfengleika til hinstu stundar. Nú er komin út skáldsaga langt fyrir neðan það plan. Þar á hún neistann en bara brotabrot af söguþræðinum. Þó verkið sé skáldsaga hlýtur það að vera atlaga að minningu hennar sem er dýrmæt fjölskyldu og vinum. Eftir sitja spurningarnar um hið siðferðilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Það var í janúar fyrir ári sem ég sá viðtal í DV við Hallgrím Helgason rithöfund. Þar kom fram að hann væri að skrifa bók byggða á sögu móður minnar sem hét Brynhildur Georgía Björnsson og lést í febrúar 2008. Þó ég hefði ekkert af skrifum Hallgríms vitað komu þau mér ekki á óvart því móðir mín hafði eitt sinn sagt mér af símtali á milli þeirra tveggja. Hann hafði hringt í hana vorið 2006 til að afla atkvæða fyrir Reykjavíkurlistann í borgarstjórnarkosningum. Mamma sagði mér að eftir að hún hafði útskýrt stjórnmálaskoðanir sínar fyrir þessum manni hefðu þau átt langt spjall saman. Hann hefði verið mjög áhugasamur um hennar hagi. Hún spurði mig síðan hver hann væri, hann hefði sagst heita Hallgrímur Helgason og vera rithöfundur. Þótt móðir mín læsi manna mest af bókmenntum hafði hún ekki lesið bók eftir Hallgrím og þekkti hann því ekki sem höfund. Þegar ég las áður nefnt viðtal í DV rifjaðist þetta símtal upp fyrir mér. Mér fannst samt með ólíkindum að Hallgrímur væri í raun byrjaður á bók þar sem ævi móður minnar væri kveikjan án þess að fjölskylda hennar hefði af því vitað. Ég hafði í framhaldinu samband við hann og fékk þetta staðfest. Ég sagðist þá myndu vilja aðstoða hann ef hann vildi, til að dýpka sýn hans og í þeim tilgangi kom hann á heimili mitt í Borgarnesi í eitt skipti. Okkar samtal var gott og ég skynjaði að merk saga mömmu hefði vakið athygli hans. Ég sagði honum að ég gerði mér grein fyrir því að ég gæti engu ráðið um hvernig sögu hann skrifaði, en vildi hjálpa honum að varpa sem bestu ljósi á persónuleika hennar. Við áttum í framhaldi af þessu nokkur samskipti í tölvupósti en handrit fékk ég ekki í hendur – utan eins af fyrstu köflunum – fyrr en föstudaginn 2. september 2011. Á þeim tímapunkti var bókin hins vegar þegar fullskrifuð og komin í prentun í Þýskalandi þar sem hún kom fyrst út. Eftir því sem liðið hafði á sumarið höfðu áhyggjur mínar vaxið nokkuð því ég hafði ekki hugmynd um efnistökin. Ég treysti Hallgrími hins vegar og reyndi því að vera róleg. Eftir að ég hafði síðan fengið handritið í hendur settist ég strax við lestur, með allmiklum kvíða þó. Eftir nokkra tugi blaðsíðna áttaði ég mig á að þó verkið væri vel skrifað væri það engu að síður mjög grófur texti, en við þetta hlyti nú að vera hægt að lifa. Þegar á leið er hins vegar skemmst frá að segja að ég varð fyrir þungu áfalli. Textinn leiddist yfir í meiri ljótleika en ég hafði nokkurn tíma gert mér grein fyrir, uppáferðir, nauðganir og klám tóku yfir og þannig hélst sagan út bókina. Á þriðjudagskvöldi lauk ég við lesturinn. Eftir andvökunótt skrifaði ég Hallgrími strax og sagði honum að ég gæti ekki búið við þessi skrif – ég gerði mér nú grein fyrir hvernig bók hann hefði verið að semja og bað hann eins og guð mér til hjálpar að breyta því sem hann gæti. Þá var bókin hins vegar svo langt komin í Þýskalandi að ekkert var hægt að gera. Hallgrímur fann til með mér og reyndi að fást við breytingar á íslensku útgáfunni. Þetta virði ég mjög við hann þótt það hafi ekki gengið upp, við mildun textans fannst honum sem kjarninn í verkinu biði skaða af. Hann sýndi hluttekningu sína að lokum í raun með því að setja verkinu sterkan formála og fyrir það á hann þakkir skildar. En á næstu dögum varð ég því að gera mér grein fyrir að barátta mín fyrir frekari verndun minningar móður minnar var vonlaus. Við tók tími svefnlausra nátta og sálarbaráttu og ótal spurninga. Hvernig var þetta hægt? Að skrifa svona texta um látna manneskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér? Nota einhver æviatriði hennar, nafngreina fólkið hennar, segja sögurnar hennar, en um leið draga minningu hennar inn í grótesku og klám undir merkjum skáldsögunnar? Svör við þessum spurningum fæ ég aldrei. Það skal tekið fram að ég hef ekki reynt Hallgrím Helgason að öðru en drengskap í okkar samskiptum – en hann vissi þó allan tímann að hann var að skrifa verk á þessu plani – og sagði mér aldrei af því, kannski skiljanlega. Ég dæmi hann ekki af reiði, sá einn getur dæmt sem er gallalaus sjálfur. En í huga mínum er djúp hryggð yfir að þetta verk skyldi hafa orðið til. Eru bókmenntir yfir siðferði og réttlæti hafnar? Kannski er það svo og við fjölskylda mín vorum bara óheppin að lenda í þessu. En í mínum huga er ekki siðlega rétt að skrifa svona texta og tengja hann við minningu fólks. Jafnvel þó það sé löglegt. Mín eina huggun síðustu vikur er sú að margir lesenda bókarinnar hafa borið sig eftir raunverulegri ævisögu móður minnar sem var gefin út árið 1983 og heitir Ellefu líf. Fyrir þetta er ég þakklát. Ég veit að Þjóðleikhúsið hefur keypt réttinn að leikgerð Hallgríms á verkinu en vildi óska að önnur leið yrði farin, þ.e. að láta gera leikgerð af Ellefu lífum, þar er næg saga og engin þörf á að bæta neinu við. Af ýmsum ástæðum átti móðir mín erfitt með að sinna börnunum sem hún eignaðist í lífinu. Engu að síður áttum við gott og gefandi samband. Okkur þótti vænt um hana og skynjuðum hennar mögnuðu sögu og persónuleika. Barnabörnin hennar náðu að kynnast henni og eiga hana að vini. Þó var hún rúmliggjandi sjúklingur árin sem þau þekktu hana. Hún átti tryggðavini sem litu til hennar. Hjúkrunarfólkið og læknarnir voru vinir hennar, þar ríkti traust, virðing og skilningur. Þrátt fyrir erfiða ævi bar móðir mín höfuðið hátt og sýndi andlega reisn og mikilfengleika til hinstu stundar. Nú er komin út skáldsaga langt fyrir neðan það plan. Þar á hún neistann en bara brotabrot af söguþræðinum. Þó verkið sé skáldsaga hlýtur það að vera atlaga að minningu hennar sem er dýrmæt fjölskyldu og vinum. Eftir sitja spurningarnar um hið siðferðilega.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar