Össur segir fráleitt að Geirsmálið sprengi stjórnarsamstarfið Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2012 17:14 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. „Vitaskuld er titringur hér og hvar í stjórnarliðinu og menn eru misjafnlega ánægðir með útkomuna. Ég tel hins vegar alveg fráleitt að þetta leiði til þess að stjórnin falli eins og ég sé vangaveltur um í fjölmiðlum. Það er ekkert í þessu máli sem á að geta leitt til þess nema að menn sé farið að bresta úthaldið. Ég held sannarlega ekki að þetta mál hafi einhverjar afdrifaríkar afleiðingar um framtíð ríkisstjórnarinnar," segir Össur. Össur bendir á að það sé farið að ganga vel hjá ríkisstjórninni. „Það eru allar efnahagsvísbendingar mjög jákvæðar og við erum sigld út úr storminum. Það væri hreinn asnaskapur að ætla að láta gremju yfir úrslitunum breyta einhverju um það," segir Össur. Aðspurður um það hvort Össur ætli að greiða tillögu Bjarna atkvæði sitt þegar hún verður tekin til atkvæðagreiðslu segist Össur vera samkvæmur sjálfum mér. „Ég var frá upphafi andvígur því að þessu máli væri vísað til landsdóms og ég hef ekki breytt um skoðun á því. Það er ekki frétt þó ráðherra í ríkisstjórn sé samkvæmur sjálfum sér," segir Össur. Landsdómur Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. „Vitaskuld er titringur hér og hvar í stjórnarliðinu og menn eru misjafnlega ánægðir með útkomuna. Ég tel hins vegar alveg fráleitt að þetta leiði til þess að stjórnin falli eins og ég sé vangaveltur um í fjölmiðlum. Það er ekkert í þessu máli sem á að geta leitt til þess nema að menn sé farið að bresta úthaldið. Ég held sannarlega ekki að þetta mál hafi einhverjar afdrifaríkar afleiðingar um framtíð ríkisstjórnarinnar," segir Össur. Össur bendir á að það sé farið að ganga vel hjá ríkisstjórninni. „Það eru allar efnahagsvísbendingar mjög jákvæðar og við erum sigld út úr storminum. Það væri hreinn asnaskapur að ætla að láta gremju yfir úrslitunum breyta einhverju um það," segir Össur. Aðspurður um það hvort Össur ætli að greiða tillögu Bjarna atkvæði sitt þegar hún verður tekin til atkvæðagreiðslu segist Össur vera samkvæmur sjálfum mér. „Ég var frá upphafi andvígur því að þessu máli væri vísað til landsdóms og ég hef ekki breytt um skoðun á því. Það er ekki frétt þó ráðherra í ríkisstjórn sé samkvæmur sjálfum sér," segir Össur.
Landsdómur Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira