Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða 6. desember 2012 09:20 Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýjar gerðir flugvéla og er áætlað að fyrstu vélarnar komi í rekstur flugfélaga árið 2017. Icelandair mun taka við fyrstu vélunum af þessum gerðum á fyrri hluta árs 2018, eða eftir rúmlega 5 ár. Pantaðar eru átta 737 MAX 8 vélar sem taka 153 farþega og fjórar 737 MAX 9 vélar sem taka 172 farþega miðað við sætafjölda Icelandair. Til samanburðar taka Boeing 757-200 flugvélar Icelandair 183 farþega. Heildarverðmæti flugvélanna 12 samkvæmt listaverði Boeing er um 1,2 milljarðar bandaríkjadala, eða um 150 milljarðar íslenskra króna, en kaupverð er trúnaðarmál. Fyrirhugað er að fjármagna kaupin með sjóðstreymi frá rekstri og hefðbundinni flugvélafjármögnun þegar þar að kemur. Viðræður hafa átt sér stað við Export-Import Bank of the United States varðandi stuðning bankans við fjármögnun vélanna. Samkvæmt áætlunum félagsins hafa kaupin ekki áhrif á núverandi arðgreiðslustefnu. Boeing 737 MAX vélarnar eru ný og endurbætt langdrægari útgáfa af núverandi Boeing 737 vélum. Á þeim verða nýir og sparneytnari hreyflar sem lækka eldsneytisnotkun um 13% á sæti frá því sem nú er. Eldsneytissparnaður samanborið við Boeing 757 vélarnar sem eru notaðar í flota Icelandair nemur meira en 20% á sæti. Icelandair mun áfram nota Boeing 757 flugvélar í áætlunarflugi sínu með nýju flugvélunum enda henta þær einstaklega vel fyrir leiðakerfi félagsins sem nær til Evrópu og Norður-Ameríku. „Icelandair Group hefur að undanförnu kannað rækilega alla þá fjölmörgu kosti sem flugvélaframleiðendur bjóða til þess að styrkja og þróa áætlunarflug Icelandair til framtíðar. Sú niðurstaða sem hér er kynnt er afrakstur þeirrar vinnu og er okkur mikið ánægjuefni. Félagið hefur átt farsælt samstarf við Boeing um áratugaskeið og ljóst að framhald verður á því", segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í tilkynningunni. Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira
Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýjar gerðir flugvéla og er áætlað að fyrstu vélarnar komi í rekstur flugfélaga árið 2017. Icelandair mun taka við fyrstu vélunum af þessum gerðum á fyrri hluta árs 2018, eða eftir rúmlega 5 ár. Pantaðar eru átta 737 MAX 8 vélar sem taka 153 farþega og fjórar 737 MAX 9 vélar sem taka 172 farþega miðað við sætafjölda Icelandair. Til samanburðar taka Boeing 757-200 flugvélar Icelandair 183 farþega. Heildarverðmæti flugvélanna 12 samkvæmt listaverði Boeing er um 1,2 milljarðar bandaríkjadala, eða um 150 milljarðar íslenskra króna, en kaupverð er trúnaðarmál. Fyrirhugað er að fjármagna kaupin með sjóðstreymi frá rekstri og hefðbundinni flugvélafjármögnun þegar þar að kemur. Viðræður hafa átt sér stað við Export-Import Bank of the United States varðandi stuðning bankans við fjármögnun vélanna. Samkvæmt áætlunum félagsins hafa kaupin ekki áhrif á núverandi arðgreiðslustefnu. Boeing 737 MAX vélarnar eru ný og endurbætt langdrægari útgáfa af núverandi Boeing 737 vélum. Á þeim verða nýir og sparneytnari hreyflar sem lækka eldsneytisnotkun um 13% á sæti frá því sem nú er. Eldsneytissparnaður samanborið við Boeing 757 vélarnar sem eru notaðar í flota Icelandair nemur meira en 20% á sæti. Icelandair mun áfram nota Boeing 757 flugvélar í áætlunarflugi sínu með nýju flugvélunum enda henta þær einstaklega vel fyrir leiðakerfi félagsins sem nær til Evrópu og Norður-Ameríku. „Icelandair Group hefur að undanförnu kannað rækilega alla þá fjölmörgu kosti sem flugvélaframleiðendur bjóða til þess að styrkja og þróa áætlunarflug Icelandair til framtíðar. Sú niðurstaða sem hér er kynnt er afrakstur þeirrar vinnu og er okkur mikið ánægjuefni. Félagið hefur átt farsælt samstarf við Boeing um áratugaskeið og ljóst að framhald verður á því", segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í tilkynningunni.
Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Sjá meira