Breytum þessu saman 23. nóvember 2012 06:00 Margir einstaklingar hafa komið að máli við mig undanfarið og sagt mér að þeir séu búnir að glata trúnni á stjórnmálin. Þeim þykir miður hversu lítið traust ríkir í samfélaginu og telja ástæðuna meðal annars þá að kjörnir fulltrúar forgangsraði ekki nægilega í þágu fólksins í landinu. Það er talsvert til í því. Stjórnmálamenn verða að leggja sig enn betur fram við að hlusta á fólkið og heyra raddir þess. Þá færi mestur tími okkar allra í að vinna að lausnum vegna þeirra verkefna sem fjölskyldurnar í landinu standa frammi fyrir. Orkan færi í að skapa fólkinu og fyrirtækjunum tækifæri til að nýta það sem við eigum til að efla atvinnu, hagsæld og von. Aðgerðir til að draga úr skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna væru í forgrunni og umtalsverður tími yrði nýttur til að minnka yfirbyggingu og kostnað kerfisins, svo tryggja mætti lága skatta og sem besta nýtingu fjármagns. Starfshópum opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna um allt og ekki neitt yrði fækkað en öll áhersla lögð á að færa vald og val til almennings sjálfs. Að ástunda slík stjórnmál er eina leiðin til að endurvinna það traust sem glatast hefur. Núverandi valdhöfum hefur ekki tekist það og því bíður það mikilvæga verk þeirra sem raunverulega eru reiðubúnir til að hlusta og heyra – en umfram allt vinna í þágu fólksins í landinu. Við eigum fjölmörg ónýtt tækifæri til að gera landið okkar enn betra. Hér geta allir lagt sitt af mörkum og hér getum við í sameiningu gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í að velja öflugan framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Þannig aukum við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Margir einstaklingar hafa komið að máli við mig undanfarið og sagt mér að þeir séu búnir að glata trúnni á stjórnmálin. Þeim þykir miður hversu lítið traust ríkir í samfélaginu og telja ástæðuna meðal annars þá að kjörnir fulltrúar forgangsraði ekki nægilega í þágu fólksins í landinu. Það er talsvert til í því. Stjórnmálamenn verða að leggja sig enn betur fram við að hlusta á fólkið og heyra raddir þess. Þá færi mestur tími okkar allra í að vinna að lausnum vegna þeirra verkefna sem fjölskyldurnar í landinu standa frammi fyrir. Orkan færi í að skapa fólkinu og fyrirtækjunum tækifæri til að nýta það sem við eigum til að efla atvinnu, hagsæld og von. Aðgerðir til að draga úr skuldavanda og auka ráðstöfunartekjur heimilanna væru í forgrunni og umtalsverður tími yrði nýttur til að minnka yfirbyggingu og kostnað kerfisins, svo tryggja mætti lága skatta og sem besta nýtingu fjármagns. Starfshópum opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna um allt og ekki neitt yrði fækkað en öll áhersla lögð á að færa vald og val til almennings sjálfs. Að ástunda slík stjórnmál er eina leiðin til að endurvinna það traust sem glatast hefur. Núverandi valdhöfum hefur ekki tekist það og því bíður það mikilvæga verk þeirra sem raunverulega eru reiðubúnir til að hlusta og heyra – en umfram allt vinna í þágu fólksins í landinu. Við eigum fjölmörg ónýtt tækifæri til að gera landið okkar enn betra. Hér geta allir lagt sitt af mörkum og hér getum við í sameiningu gert þær breytingar sem nauðsynlegar eru. Ég hvet allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í að velja öflugan framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Þannig aukum við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar