Ríkið brýtur umgengnisréttindi 23. nóvember 2012 06:00 Íslenska ríkið leyfir aðeins eina úrlausn ef umgengnisréttindi barns eru brotin af lögheimilisforeldri: Dagsektir. Ekkert annað býðst brotaþolum: barninu, hinu foreldri þess og stórfjölskyldu. Því að öðru leyti heimilar ríkið og Barnalögin lögheimilisforeldrum að brjóta umgengnisréttindi barna takmarkalaust og án refsinga. Í minnst sex mánuði lætur ríkið umgengnisafbrot (tálmun) lögheimilisforeldra óáreitt. Ríkið gerir ekkert til að vernda börn gegn þessum afbrotum á meðan hið úrelta dagsektarúrræði er virkjað, sem tekur minnst hálft ár og oftast heilt ár hið minnsta, en tvöfalt lengur ef úrskurði sýslumanns er áfrýjað. Og allan tímann halda brotin áfram með fullu leyfi ríkisins. Sömu sögu er að segja ef umgengnisafbrotin eru síendurtekin. Ekkert í Barnalögum kemur í veg fyrir margítrekaða umgengnisréttarglæpi lögheimilisforeldra, jafnvel þótt þessi vísvitandi afbrot eigi sér stað aftur og aftur á löngu árabili. Ríkið og Barnalögin leggja þvert á móti blessun sína yfir glæpina gegn barninu og gera lögbrjótum úr hópi lögheimilisforeldra kleift að stunda þá óáreitta ár eftir ár. Allt fagfólk veit þetta og kvartar yfir þessu. En enginn gerir neitt til þess að leiðrétta þessi mannréttindabrot Barnalaga. Ríkið í formi löggjafans og framkvæmdarvaldsins, þ.e. alþingismenn og ráðherrar, leggur þvert á móti fulla blessun sína yfir margítrekuð umgengnisréttarbrot lögheimilisforeldra á börnum. Glæpir í boði ríkisins Það er glæpsamlegt athæfi af ríkinu að taka þátt í að halda börnum frá foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Ömmur, afar og stórfjölskyldur barna eru ekki einu sinni nefndar á nafn í Barnalögum, eins og allir þessir ættingjar þeirra séu ekki til. Ríkið mölbrýtur þannig mannréttindi barna og umgengnisforeldra þeirra í gegnum Barnalögin. Því lögin snúast fyrst og fremst um ríkisvarið einræði lögheimilisforeldra. Og Barnalögin gera glæpsamlegum lögheimilisforeldrum það leikandi létt að misbeita valdi sínu gegn börnum og hinum blóðforeldrum þeirra og stórfjölskyldum – allt í boði ríkisins. Umgengnisforeldrar fá engar bætur vegna þessara brota sem þeir þurfa að þola í boði ríkisins. Þeir eru meðhöndlaðir eins og réttindalaust hyski þegar þeir leita réttar síns og barnanna, sem fá heldur engar bætur fyrir eyðilagt líf. Og þótt allt fagfólk viti um þessi réttindabrot laganna þá gerir enginn við þau athugasemd. Líf lögð í rúst Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur barn rétt á að búa hjá foreldrum sínum nema slíkt sé hættulegt barninu (8 gr.). Ekkert barn má þola afskipti af fjölskyldulífi sínu, einkalífi né samskiptum (16 gr.). Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skal ríkið styðja foreldra í að sinna henni (18 gr.). Og ríkinu ber skylda til að vernda börn gegn hvers konar illri meðferð frá hendi foreldra eða annarra aðila (19 gr.). Skv. 8 gr. Mannréttindasáttmála Evrópu eiga allir rétt á fjölskyldulífi og einkalífi. Og svona skilgreinir Mannréttindadómstóll Evrópu fjölskyldulíf: Þegar börn fæðast tengjast þau blóðfjölskyldu sinni böndum sem ríkið getur ekki rofið. Og skilnaður foreldra barns skal aldrei valda rofum gagnvart blóðböndum þess því réttur barna til foreldra sinna er ein ríkustu réttindi þeirra. Þrátt fyrir þetta geta sömu réttindabrotin endurtekið sig aftur og aftur á Íslandi í áraraðir og án afleiðinga af nokkru tagi fyrir gerandann. Og á meðan eru réttindi barna og foreldra þeirra ítrekað svívirt með öllu því raski, angist, tímasóun og kostnaði sem því fylgir. Afleiðingarnar eru þær að þúsundir barna eru sviptar tilfinningatengslum við foreldra sína og stórfjölskyldur í boði Barnalaga og ríkisins, sem leyfir að líf þeirra séu lögð í rúst. Enda sýna rannsóknir að mörg börn sem upplifa umgengnisréttarbrot bera þess aldrei bætur og upplifa sálarangist og sálræna sjúkdóma lífið út, sem stundum leiða til sjálfsmorðs. Hve mörg þúsund íslensk börn skyldu hafa glatað tilfinningatengslum við annað foreldri sitt, ömmur, afa og stórfjölskyldur vegna umgengnisréttarbrota lögheimilisforeldra undir vernd og hvatningu ríkisins? Og hvaða bætur skyldu öll þessi börn og foreldrar þeirra e.t.v. geta krafist vegna þess að ríkið átti beinan þátt í að eyðileggja líf þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið leyfir aðeins eina úrlausn ef umgengnisréttindi barns eru brotin af lögheimilisforeldri: Dagsektir. Ekkert annað býðst brotaþolum: barninu, hinu foreldri þess og stórfjölskyldu. Því að öðru leyti heimilar ríkið og Barnalögin lögheimilisforeldrum að brjóta umgengnisréttindi barna takmarkalaust og án refsinga. Í minnst sex mánuði lætur ríkið umgengnisafbrot (tálmun) lögheimilisforeldra óáreitt. Ríkið gerir ekkert til að vernda börn gegn þessum afbrotum á meðan hið úrelta dagsektarúrræði er virkjað, sem tekur minnst hálft ár og oftast heilt ár hið minnsta, en tvöfalt lengur ef úrskurði sýslumanns er áfrýjað. Og allan tímann halda brotin áfram með fullu leyfi ríkisins. Sömu sögu er að segja ef umgengnisafbrotin eru síendurtekin. Ekkert í Barnalögum kemur í veg fyrir margítrekaða umgengnisréttarglæpi lögheimilisforeldra, jafnvel þótt þessi vísvitandi afbrot eigi sér stað aftur og aftur á löngu árabili. Ríkið og Barnalögin leggja þvert á móti blessun sína yfir glæpina gegn barninu og gera lögbrjótum úr hópi lögheimilisforeldra kleift að stunda þá óáreitta ár eftir ár. Allt fagfólk veit þetta og kvartar yfir þessu. En enginn gerir neitt til þess að leiðrétta þessi mannréttindabrot Barnalaga. Ríkið í formi löggjafans og framkvæmdarvaldsins, þ.e. alþingismenn og ráðherrar, leggur þvert á móti fulla blessun sína yfir margítrekuð umgengnisréttarbrot lögheimilisforeldra á börnum. Glæpir í boði ríkisins Það er glæpsamlegt athæfi af ríkinu að taka þátt í að halda börnum frá foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Ömmur, afar og stórfjölskyldur barna eru ekki einu sinni nefndar á nafn í Barnalögum, eins og allir þessir ættingjar þeirra séu ekki til. Ríkið mölbrýtur þannig mannréttindi barna og umgengnisforeldra þeirra í gegnum Barnalögin. Því lögin snúast fyrst og fremst um ríkisvarið einræði lögheimilisforeldra. Og Barnalögin gera glæpsamlegum lögheimilisforeldrum það leikandi létt að misbeita valdi sínu gegn börnum og hinum blóðforeldrum þeirra og stórfjölskyldum – allt í boði ríkisins. Umgengnisforeldrar fá engar bætur vegna þessara brota sem þeir þurfa að þola í boði ríkisins. Þeir eru meðhöndlaðir eins og réttindalaust hyski þegar þeir leita réttar síns og barnanna, sem fá heldur engar bætur fyrir eyðilagt líf. Og þótt allt fagfólk viti um þessi réttindabrot laganna þá gerir enginn við þau athugasemd. Líf lögð í rúst Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur barn rétt á að búa hjá foreldrum sínum nema slíkt sé hættulegt barninu (8 gr.). Ekkert barn má þola afskipti af fjölskyldulífi sínu, einkalífi né samskiptum (16 gr.). Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skal ríkið styðja foreldra í að sinna henni (18 gr.). Og ríkinu ber skylda til að vernda börn gegn hvers konar illri meðferð frá hendi foreldra eða annarra aðila (19 gr.). Skv. 8 gr. Mannréttindasáttmála Evrópu eiga allir rétt á fjölskyldulífi og einkalífi. Og svona skilgreinir Mannréttindadómstóll Evrópu fjölskyldulíf: Þegar börn fæðast tengjast þau blóðfjölskyldu sinni böndum sem ríkið getur ekki rofið. Og skilnaður foreldra barns skal aldrei valda rofum gagnvart blóðböndum þess því réttur barna til foreldra sinna er ein ríkustu réttindi þeirra. Þrátt fyrir þetta geta sömu réttindabrotin endurtekið sig aftur og aftur á Íslandi í áraraðir og án afleiðinga af nokkru tagi fyrir gerandann. Og á meðan eru réttindi barna og foreldra þeirra ítrekað svívirt með öllu því raski, angist, tímasóun og kostnaði sem því fylgir. Afleiðingarnar eru þær að þúsundir barna eru sviptar tilfinningatengslum við foreldra sína og stórfjölskyldur í boði Barnalaga og ríkisins, sem leyfir að líf þeirra séu lögð í rúst. Enda sýna rannsóknir að mörg börn sem upplifa umgengnisréttarbrot bera þess aldrei bætur og upplifa sálarangist og sálræna sjúkdóma lífið út, sem stundum leiða til sjálfsmorðs. Hve mörg þúsund íslensk börn skyldu hafa glatað tilfinningatengslum við annað foreldri sitt, ömmur, afa og stórfjölskyldur vegna umgengnisréttarbrota lögheimilisforeldra undir vernd og hvatningu ríkisins? Og hvaða bætur skyldu öll þessi börn og foreldrar þeirra e.t.v. geta krafist vegna þess að ríkið átti beinan þátt í að eyðileggja líf þeirra?
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun