Óttast ekki reiði kirkjunnar manna tinnaros@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 10:00 Ekkert á móti kristni Hugleikur segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú þó hann sé að gera örlítið grín að henni í nýju bókinni. Hann er þó á móti fólki sem misnotar trúarbrögð, hvaða trúarbrögð sem er.fréttablaðið/anton „Ég ákvað að gera bók um hinn biblíska heimsendi og datt í hug að blanda geimverum í söguna. Þetta er svo ótrúlega súr og snarklikkaður heimsendir að mig langaði að myndskreyta hann," segir rithöfundurinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson. Hugleikur gaf út sína átjándu bók, Opinberun, á dögunum og er hún byggð á síðustu bók Biblíunnar, Opinberun Jóhannesar, og fjallar um heimsendi. „Það er sjaldan talað um Opinberunina í kristinfræði eða í kirkjum, sem er skiljanlegt því þar er verið að murka lífið úr mannkyninu. Guð var rosa reiður í Gamla testamentinu, hélt aftur af sér megnið af því nýja og tjúllast svo þarna í lokin. Það má líkja þessu við alkóhólista sem eignast barn og ákveður að vera góður og hætta að drekka en fellur svo og tekur tryllingsgang," segir Hugleikur. Hann segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú frekar en nokkurri annarri, þó sé hann á móti fólki sem misnotar trúarbrögð. „Ég er kannski aðeins að gera grín að kristni en annars er ég bara að myndskreyta bókstaflegu túlkunina á bókinni. Þeir fáu sem ræða Opinberun Jóhannesar taka alltaf fyrir myndmálið en mér finnst bókstaflega leiðin miklu skemmtilegri," segir hann og kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af reiði frá kirkjunnar mönnum. „Íslendingar eru svo fullir af húmor. Flestir hér eru með Jesús á réttum stað og taka Biblíuna ekki of bókstaflega svo það er alltaf verið að guðlasta án þess að nokkuð sé gert í því. Ég held að Íslendingar séu frekar guðlausir. Eins og þegar heiðni var látin víkja fyrir kristni. Þá var fólki sagt að það mætti alveg halda áfram að vera heiðið, bara svo lengi sem það gerði það í kjallaranum og segði engum frá því. Ég held að þetta hafi mótað okkur til dagsins í dag og þó við séum kristin á yfirborðinu erum við rammheiðin í kjallaranum," segir hann. Finnar hafa þegar sýnt því áhuga að fá Opinberun Hugleiks þýdda yfir á finnsku og Hugleikur vonast til að hún verði þýdd á ensku líka. „Það væri gaman að gefa hana út í Bandaríkjunum því ég hugsa að þarlendis sé að finna það fólk sem er hvað mest að bíða eftir þessum heimsendi. Reyndar held ég að enginn sem sé að bíða eftir þessum heimsendi hafi lesið smáa letrið í Opinberun Jóhannesar. Þeir hafa örugglega ekki heyrt af her engisprettudýra eða því að aðeins 144.000 manns komast til himna og það séu allt karlmenn og hreinir sveinar sem ekki hafi saurgað sig með kvenmanni," segir hann. Aðspurður getur hann vel hugsað sér að taka fyrir fleiri bækur úr Biblíunni í framtíðinni en í þessari seríu ætlar hann að einbeita sér að heimsenda. „Hingað til hafa bara þessar barnvænu sögur í Biblíunni verið myndskreyttar af einhverju viti en það er alveg fullt af sögum þarna sem væri skemmtilegt að taka fyrir. Mig hefur samt alltaf langað til að gera bók um heimsendi og Opinberun er bara sú fyrsta í seríunni. Ég er komin með nokkrar heimsenda-bækur í hausinn en veit ekki hvað þær verða margar eða hvenær seríunni lýkur. Ég er samt búinn að ákveða að næsta bók verði um zombie-endi. Ég ætla að hafa mismunandi teiknara í hverri bók svo Opinberun er sú eina í þessari seríu sem ég teikna sjálfur. Bækurnar verða því mjög ólíkar þó ég skrifi þær allar," segir Hugleikur að lokum. Lífið Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Ég ákvað að gera bók um hinn biblíska heimsendi og datt í hug að blanda geimverum í söguna. Þetta er svo ótrúlega súr og snarklikkaður heimsendir að mig langaði að myndskreyta hann," segir rithöfundurinn og teiknarinn Hugleikur Dagsson. Hugleikur gaf út sína átjándu bók, Opinberun, á dögunum og er hún byggð á síðustu bók Biblíunnar, Opinberun Jóhannesar, og fjallar um heimsendi. „Það er sjaldan talað um Opinberunina í kristinfræði eða í kirkjum, sem er skiljanlegt því þar er verið að murka lífið úr mannkyninu. Guð var rosa reiður í Gamla testamentinu, hélt aftur af sér megnið af því nýja og tjúllast svo þarna í lokin. Það má líkja þessu við alkóhólista sem eignast barn og ákveður að vera góður og hætta að drekka en fellur svo og tekur tryllingsgang," segir Hugleikur. Hann segist ekki hafa neitt á móti kristinni trú frekar en nokkurri annarri, þó sé hann á móti fólki sem misnotar trúarbrögð. „Ég er kannski aðeins að gera grín að kristni en annars er ég bara að myndskreyta bókstaflegu túlkunina á bókinni. Þeir fáu sem ræða Opinberun Jóhannesar taka alltaf fyrir myndmálið en mér finnst bókstaflega leiðin miklu skemmtilegri," segir hann og kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af reiði frá kirkjunnar mönnum. „Íslendingar eru svo fullir af húmor. Flestir hér eru með Jesús á réttum stað og taka Biblíuna ekki of bókstaflega svo það er alltaf verið að guðlasta án þess að nokkuð sé gert í því. Ég held að Íslendingar séu frekar guðlausir. Eins og þegar heiðni var látin víkja fyrir kristni. Þá var fólki sagt að það mætti alveg halda áfram að vera heiðið, bara svo lengi sem það gerði það í kjallaranum og segði engum frá því. Ég held að þetta hafi mótað okkur til dagsins í dag og þó við séum kristin á yfirborðinu erum við rammheiðin í kjallaranum," segir hann. Finnar hafa þegar sýnt því áhuga að fá Opinberun Hugleiks þýdda yfir á finnsku og Hugleikur vonast til að hún verði þýdd á ensku líka. „Það væri gaman að gefa hana út í Bandaríkjunum því ég hugsa að þarlendis sé að finna það fólk sem er hvað mest að bíða eftir þessum heimsendi. Reyndar held ég að enginn sem sé að bíða eftir þessum heimsendi hafi lesið smáa letrið í Opinberun Jóhannesar. Þeir hafa örugglega ekki heyrt af her engisprettudýra eða því að aðeins 144.000 manns komast til himna og það séu allt karlmenn og hreinir sveinar sem ekki hafi saurgað sig með kvenmanni," segir hann. Aðspurður getur hann vel hugsað sér að taka fyrir fleiri bækur úr Biblíunni í framtíðinni en í þessari seríu ætlar hann að einbeita sér að heimsenda. „Hingað til hafa bara þessar barnvænu sögur í Biblíunni verið myndskreyttar af einhverju viti en það er alveg fullt af sögum þarna sem væri skemmtilegt að taka fyrir. Mig hefur samt alltaf langað til að gera bók um heimsendi og Opinberun er bara sú fyrsta í seríunni. Ég er komin með nokkrar heimsenda-bækur í hausinn en veit ekki hvað þær verða margar eða hvenær seríunni lýkur. Ég er samt búinn að ákveða að næsta bók verði um zombie-endi. Ég ætla að hafa mismunandi teiknara í hverri bók svo Opinberun er sú eina í þessari seríu sem ég teikna sjálfur. Bækurnar verða því mjög ólíkar þó ég skrifi þær allar," segir Hugleikur að lokum.
Lífið Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira