Vilborg búin að ganga 180 kílómetra Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. desember 2012 20:28 Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. Vilborg Arna Gissurardóttir er komin 180 kílómetra áleiðis í átt að Suðurpólnum en samtals mun hún ferðast yfir ellefu hundruð kílómetra og segir hún ferðalagið hingað til hafa gengið vel. „Maður gengur ekki alveg beina leið heldur þarf maður að krækja fyrir sprungur og það eru brekkur, hækkun og svoleiðis. En ég er komin yfir erfiðustu hjallana hvað það varðar," segir hún. Hún hefur núna gengið að meðaltali um 17 kílómetra á dag en þarf að koma sér upp í yfir tuttugu kílómetra á næstu dögum til að halda áætlun en ýmislegt getur komið uppá við þessar aðstæður. „Ég hef ekki lent í lífshættu eða þannig en ég hef lent í erfiðum aðstæðum eins og að fara yfir sprungur og leita að leiðum til að komast yfir sprungurnar af því maður getur ekki alltaf farið beinustu leið heldur þarf að finna tryggar snjóbrýr og þess háttar til að komast yfir. Ég þurfti að gera það í upphafi ferðar og það gat verið krefjandi." Þá hefur hún þurft að glíma við mikinn kulda og vindasamt veður undanfarna daga og um daginn brotnaði ein af tjaldsúlum hennar svo það tók hana mjög langan tíma að tjalda tjaldinu úti í fimbulkulda. „Það er ekki hættulegt í sjálfu sér en maður þarf að vera rólegur og klára að gera við og svoleiðis. Manni verður kalt á meðan en þeim mun betra að komast í tjaldið á eftir." Vilborg gengur til styrktar kvennadeild Landspítalans en hægt er að fylgjast með ferðinni og heita á hana á heimasíðunni lifsspor.is og hvetur hún fólk til þess. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Sjá meira
Vilborg Arna pólfari segist hafa lent í ýmsum erfiðum aðstæðum á þeim tveimur vikum sem hún hefur skíðað á Suðurskautslandinu. Allt hafi hins vegar gengið vel og vonast hún til að vera komin á Suðurpólinn innan fjörutíu daga. Vilborg Arna Gissurardóttir er komin 180 kílómetra áleiðis í átt að Suðurpólnum en samtals mun hún ferðast yfir ellefu hundruð kílómetra og segir hún ferðalagið hingað til hafa gengið vel. „Maður gengur ekki alveg beina leið heldur þarf maður að krækja fyrir sprungur og það eru brekkur, hækkun og svoleiðis. En ég er komin yfir erfiðustu hjallana hvað það varðar," segir hún. Hún hefur núna gengið að meðaltali um 17 kílómetra á dag en þarf að koma sér upp í yfir tuttugu kílómetra á næstu dögum til að halda áætlun en ýmislegt getur komið uppá við þessar aðstæður. „Ég hef ekki lent í lífshættu eða þannig en ég hef lent í erfiðum aðstæðum eins og að fara yfir sprungur og leita að leiðum til að komast yfir sprungurnar af því maður getur ekki alltaf farið beinustu leið heldur þarf að finna tryggar snjóbrýr og þess háttar til að komast yfir. Ég þurfti að gera það í upphafi ferðar og það gat verið krefjandi." Þá hefur hún þurft að glíma við mikinn kulda og vindasamt veður undanfarna daga og um daginn brotnaði ein af tjaldsúlum hennar svo það tók hana mjög langan tíma að tjalda tjaldinu úti í fimbulkulda. „Það er ekki hættulegt í sjálfu sér en maður þarf að vera rólegur og klára að gera við og svoleiðis. Manni verður kalt á meðan en þeim mun betra að komast í tjaldið á eftir." Vilborg gengur til styrktar kvennadeild Landspítalans en hægt er að fylgjast með ferðinni og heita á hana á heimasíðunni lifsspor.is og hvetur hún fólk til þess.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Sjá meira