Ráðleggingar um hádegisverð í skólum 23. nóvember 2012 06:00 Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skólabarna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra. Nýleg sænsk rannsókn sýndi að neysla á hollum mat og lítil neysla á óhollum mat var tengd betri einkunnum hjá 15 ára unglingum. Enn fremur kom fram að þeir unglingar sem borðuðu reglulega morgunverð höfðu hærri meðaleinkunnir. Það er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á uppeldis- og félagslegt gildi máltíða meðal annars með því að gefa nægan tíma til að nærast og sjá til þess að umhverfi sé notalegt og ekki of mikill hávaði. Opinberar ráðleggingar Embætti landlæknis gefur út handbók fyrir skólamötuneyti sem ætlað er að auðvelda starfsfólki að bjóða börnum hollan og góðan mat við þeirra hæfi. Í 23. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að í grunnskólum skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinberar ráðleggingar. Embætti landlæknis vinnur að þessum málum í tengslum við verkefnið Heilsueflandi grunnskóli og hefur gefið út handbók utan um það verkefni þar sem skólar eru hvattir til að mynda sér heildræna stefnu um næringu. Heilsueflandi skólum er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk mötuneyta en einnig er settur fram skýr rammi sem skólarnir þurfa að fylgja, t.d. að útnefndur sé starfsmaður sem ber ábyrgð á að fylgja eftir stefnu í næringarmálum og ber stýrihópur verkefnisins ábyrgð á að viðmiðum og gátlista í handbók sé framfylgt. Eftirlit með skólamáltíðum Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamáltíða. Það er hlutverk skólastjórnenda að sjá til þess að lögum um grunnskóla sé framfylgt, þ.e. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla og þar með talið að hádegisverður sé í samræmi við ráðleggingar. Sveitarfélög hafa einnig hlutverki að gegna þarna með svo kölluðu ytra mati sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ber einnig ábyrgð á ytra mati á skólastarfi. Það er til mikils að vinna að bæta neysluvenjur skólabarna og ættu skólar að leggja áherslu á holla fæðu og huga þar sérstaklega að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum og meiri neyslu ávaxta, grænmetis og grófra kornvara auk vatnsdrykkju. Fæðuframboð í skólum Ÿ Fiskur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, bæði feitur og magur. Ÿ Grænmetis- og baunaréttir reglulega í boði. Ÿ Þegar kjöt- eða kjötvörur eru í boði, velja magrar kjötvörur með minna en 10% fitu. Æskilegt er að bjóða upp á ferskar vörur sem oftast og minna af farsvörum, pylsum og nöggum. Reyktur og saltur matur, t.d. saltkjöt, hangikjöt, bjúgu, bayonskinka, hamborgarhryggur eða saltfiskur, ætti að vera mjög sjaldan á borðum. Mikilvægt er að skoða vel saltmagn og lesa utan á umbúðir en vörur teljast saltríkar ef þær innihalda meira en 1,25 g af salti (0,5 g natríum) í 100 g vöru. Ÿ Grænmeti hrátt og/eða soðið með öllum hádegismat. Ávextir eða grænmeti í morgunhressingu og síðdegishressingu. Einnig er tilvalið að bjóða upp á ávexti eftir hádegisverðinn. Ÿ Þegar brauð er í boði ætti að velja heilkorna, trefjaríkt brauð með a.m.k. 5-6 g af trefjum í 100 g af brauði. Ÿ Við matseld er mælt með notkun olíu í stað smjörs eða smjörlíkis og léttmjólkur í stað nýmjólkur eða rjóma. Enn fremur er mælt með að ofnsteikja frekar en pönnusteikja. Ÿ Mikilvægt er að nemendur eigi greiðan aðgang að köldu, fersku drykkjarvatni. Ítarefni Handbók fyrir skólamötuneyti Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Handbók heilsueflandi grunnskóla Lög nr. 91/2008 um grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skólabarna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra. Nýleg sænsk rannsókn sýndi að neysla á hollum mat og lítil neysla á óhollum mat var tengd betri einkunnum hjá 15 ára unglingum. Enn fremur kom fram að þeir unglingar sem borðuðu reglulega morgunverð höfðu hærri meðaleinkunnir. Það er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á uppeldis- og félagslegt gildi máltíða meðal annars með því að gefa nægan tíma til að nærast og sjá til þess að umhverfi sé notalegt og ekki of mikill hávaði. Opinberar ráðleggingar Embætti landlæknis gefur út handbók fyrir skólamötuneyti sem ætlað er að auðvelda starfsfólki að bjóða börnum hollan og góðan mat við þeirra hæfi. Í 23. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að í grunnskólum skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinberar ráðleggingar. Embætti landlæknis vinnur að þessum málum í tengslum við verkefnið Heilsueflandi grunnskóli og hefur gefið út handbók utan um það verkefni þar sem skólar eru hvattir til að mynda sér heildræna stefnu um næringu. Heilsueflandi skólum er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk mötuneyta en einnig er settur fram skýr rammi sem skólarnir þurfa að fylgja, t.d. að útnefndur sé starfsmaður sem ber ábyrgð á að fylgja eftir stefnu í næringarmálum og ber stýrihópur verkefnisins ábyrgð á að viðmiðum og gátlista í handbók sé framfylgt. Eftirlit með skólamáltíðum Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamáltíða. Það er hlutverk skólastjórnenda að sjá til þess að lögum um grunnskóla sé framfylgt, þ.e. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla og þar með talið að hádegisverður sé í samræmi við ráðleggingar. Sveitarfélög hafa einnig hlutverki að gegna þarna með svo kölluðu ytra mati sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ber einnig ábyrgð á ytra mati á skólastarfi. Það er til mikils að vinna að bæta neysluvenjur skólabarna og ættu skólar að leggja áherslu á holla fæðu og huga þar sérstaklega að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum og meiri neyslu ávaxta, grænmetis og grófra kornvara auk vatnsdrykkju. Fæðuframboð í skólum Ÿ Fiskur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, bæði feitur og magur. Ÿ Grænmetis- og baunaréttir reglulega í boði. Ÿ Þegar kjöt- eða kjötvörur eru í boði, velja magrar kjötvörur með minna en 10% fitu. Æskilegt er að bjóða upp á ferskar vörur sem oftast og minna af farsvörum, pylsum og nöggum. Reyktur og saltur matur, t.d. saltkjöt, hangikjöt, bjúgu, bayonskinka, hamborgarhryggur eða saltfiskur, ætti að vera mjög sjaldan á borðum. Mikilvægt er að skoða vel saltmagn og lesa utan á umbúðir en vörur teljast saltríkar ef þær innihalda meira en 1,25 g af salti (0,5 g natríum) í 100 g vöru. Ÿ Grænmeti hrátt og/eða soðið með öllum hádegismat. Ávextir eða grænmeti í morgunhressingu og síðdegishressingu. Einnig er tilvalið að bjóða upp á ávexti eftir hádegisverðinn. Ÿ Þegar brauð er í boði ætti að velja heilkorna, trefjaríkt brauð með a.m.k. 5-6 g af trefjum í 100 g af brauði. Ÿ Við matseld er mælt með notkun olíu í stað smjörs eða smjörlíkis og léttmjólkur í stað nýmjólkur eða rjóma. Enn fremur er mælt með að ofnsteikja frekar en pönnusteikja. Ÿ Mikilvægt er að nemendur eigi greiðan aðgang að köldu, fersku drykkjarvatni. Ítarefni Handbók fyrir skólamötuneyti Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Handbók heilsueflandi grunnskóla Lög nr. 91/2008 um grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar