Lengjubikarinn í körfubolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. Skallagrímur skellti Keflavík á heimavelli 107-98 en Keflavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Þessum leik og tveimur fyrstu leikjunum í Dominos deildinni.
Grindavík átti í engum vandræðum með fyrstudeildarlið Hauka í A-riðli. Grindavík var 12 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og var leikurinn í raun aldrei spennandi. Grindavík vann 22 stiga sigur að lokum 92-70.
Nýliðar Skallagríms í Dominos deildinni er erfiðir heim að sækja. Liðið vann Njarðvík í fyrsta heimaleik sínum í deildinni og sigraði nú Keflavík eins og áður segir í A-riðli Lengjubikarsins.
Keflavík var yfir eftir fyrsta leikhluta, 26-24, en Skallagrímur komst yfir fyrir hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur.
Í B-riðli vann KFÍ stórsigur á Hamri 90-64. Aðeins 22 stig voru skoruð í fyrsta leikhluta en KFÍ var sex stigum yfir í hálfleik 34-28. KFÍ stakk af í þriðja leikhluta og gerði út um leikinn.
Í C-riðli vann Tindastóll sinn fyrsta sigur á tímabilinu, en Stólarnir höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni, gegn Fjölni sem hafði sigrað tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Tindastóll vann leikinn 79-66.
Fjölnir skoraði aðeins sjö stig í fyrsta leikhluta og var ellefu stigum undir 18-7. Fjölnir náði að minnka muninn fyrir hálfleik í 35-29.
Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en í þeim fjórða skildu leiðir á ný og Tindastóll fangaði öruggum sigri.
Úrslit og stigaskor úr leikjum kvöldsins:A-riðill:
Haukar-Grindavík 70-92 (17-29, 19-20, 23-28, 11-15)
Haukar: Arryon Williams 17/17 fráköst, Kristinn Marinósson 16, Haukur Óskarsson 13/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 9/4 fráköst, Emil Barja 5/4 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Andri Freysson 5/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 3, Steinar Aronsson 2
Grindavík: Samuel Zeglinski 19/7 fráköst, Aaron Broussard 18/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 14, Jóhann Árni Ólafsson 12, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Ármann Vilbergsson 6, Egill Birgisson 4, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3/7 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2/4 fráköst.
Skallagrímur-Keflavík 107-98 (24-26, 25-19, 31-27, 27-26)
Skallagrímur: Haminn Quaintance 24/17 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Carlos Medlock 23/6 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 19/6 fráköst, Orri Jónsson 18, Trausti Eiríksson 12/9 fráköst, Birgir Þór Sverrisson 4, Davíð Ásgeirsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigmar Egilsson 0/5 stoðsendingar.
Keflavík: Valur Orri Valsson 24/6 fráköst/11 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 23/8 fráköst/7 stoðsendingar, Kevin Giltner 19, Michael Graion 14/10 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ragnar Gerald Albertsson 4, Snorri Hrafnkelsson 4, Almar Stefán Guðbrandsson 2.
B-riðill
KFÍ-Hamar 90-64 (12-10, 22-18, 33-17, 23-19)
KFÍ: Momcilo Latinovic 19/4 fráköst, Christopher Miller-Williams 18/9 fráköst, Bradford Harry Spencer 17/6 stoðsendingar, Pance Ilievski 13, Jón Hrafn Baldvinsson 5/4 fráköst, Leó Sigurðsson 5, Mirko Stefán Virijevic 4, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 3, Jón Kristinn Sævarsson 2, Gautur Arnar Guðjónsson 2, Stefán Diegó Garcia 2.
Hamar: Jerry Lewis Hollis 15/9 fráköst, Örn Sigurðarson 9/7 fráköst, Eyþór Heimisson 8, Ragnar Á. Nathanaelsson 7/11 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 7, Hjalti Valur Þorsteinsson 6/4 fráköst, Björgvin Snær Sigurðsson 4, Mikael Rúnar Kristjánsson 3, Stefán Halldórsson 3, Lárus Jónsson 2.
C-riðill
Tindastóll-Fjölnir 79-66 (18-7, 17-22, 22-22, 22-15)
Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 20/17 fráköst/5 stolnir, Þröstur Leó Jóhannsson 15, George Valentine 15/15 fráköst, Isaac Deshon Miles 11/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 6/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 5/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 3/4 fráköst, Friðrik Hreinsson 2, Helgi Freyr Margeirsson 2.
Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 16/10 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13, Jón Sverrisson 9/10 fráköst, Gunnar Ólafsson 7, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Árni Ragnarsson 6/7 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Elvar Sigurðsson 3, Christopher Matthews 2.
Taphrina Keflavíkur heldur áfram
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

