Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Helga Arnardóttir skrifar 20. febrúar 2012 18:28 Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. Drengurinn var í daggæslu hjá Sigurði Guðmundssyni og þáverandi konu hans í Kópavogi árið 2001. Síðdegis annan maí missti drengurinn meðvitund á heimili þeirra og lést tveimur dögum síðar. Drengurinn var talinn hafa látist af völdum heilkennis ungbarnahristings eða shaken baby syndrome sem er talið koma til af völdum harkalegs hristings eða ofbeldis. Sigurður og kona hans voru bæði ákærð og grunuð um að hafa valdið dauða drengsins. Hún var sýknuð en Sigurður fékk þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir manndráp af gáleysi en refsingin var lækkuð í átján mánuði í Hæstarétti. Sigurður sat inni í heilt ár á Kvíabryggju. Hann hefur aldrei getað sætt sig við málalyktir. „Ég var ásakaður um að gera hluti sem ég gerði ekki, og var dæmdur fyrir það og ég vil fá það leiðrétt," segir Sigurður. Verjandi Sigurðar í málinu hefur sent beiðni til héraðsdóms og óskar eftir dómskvaðningu matsmanna til að meta hvort nýjar rannsóknir og álit sérfræðinga gefi tilefni til að breyta niðurstöðu Hæstarréttar. Ítarlega verður fjallað um málið í Íslandi í dag eftir fréttir. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. Drengurinn var í daggæslu hjá Sigurði Guðmundssyni og þáverandi konu hans í Kópavogi árið 2001. Síðdegis annan maí missti drengurinn meðvitund á heimili þeirra og lést tveimur dögum síðar. Drengurinn var talinn hafa látist af völdum heilkennis ungbarnahristings eða shaken baby syndrome sem er talið koma til af völdum harkalegs hristings eða ofbeldis. Sigurður og kona hans voru bæði ákærð og grunuð um að hafa valdið dauða drengsins. Hún var sýknuð en Sigurður fékk þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir manndráp af gáleysi en refsingin var lækkuð í átján mánuði í Hæstarétti. Sigurður sat inni í heilt ár á Kvíabryggju. Hann hefur aldrei getað sætt sig við málalyktir. „Ég var ásakaður um að gera hluti sem ég gerði ekki, og var dæmdur fyrir það og ég vil fá það leiðrétt," segir Sigurður. Verjandi Sigurðar í málinu hefur sent beiðni til héraðsdóms og óskar eftir dómskvaðningu matsmanna til að meta hvort nýjar rannsóknir og álit sérfræðinga gefi tilefni til að breyta niðurstöðu Hæstarréttar. Ítarlega verður fjallað um málið í Íslandi í dag eftir fréttir. Nánar verður fjallað um málið í Íslandi í dag.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira