Opinn aðgangur er hagur almennings og fræðimanna 20. febrúar 2012 08:00 Flestir þeir sem þurft hafa að afla sér þekkingar á netinu rekast fljótlega á veggi þar sem þarf að greiða fyrir aðgang að rannsóknum. Þetta á jafnt við um blaðamenn sem miðla upplýsingum til fólks, vísindamenn sem þurfa að vita hvað er nýjast á fræðasviðinu og hinn almenna borgara sem vill komast að því hvort til sé lækning við tiltekinni tegund krabbameins. Upphæðin er oft nokkur þúsund krónur fyrir staka grein en bókasöfn, háskólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir þurfa líka að greiða háar upphæðir fyrir aðgang að vísindagreinum en þeir fjármunir koma oftar en ekki úr vasa skattgreiðenda. Það sem er sérstakt við þetta kerfi er að höfundar vísindagreina fá ekki greitt fyrir skrifin né þegar seldur er að þeim aðgangur. Vísindamenn fá hins vegar greitt fyrir vinnu sína frá opinberum samkeppnissjóðum og háskólum, og greinaskrifin eru hluti af því að miðla þekkingu til annarra fræðimanna og almennings. Þannig greiðir hið opinbera beint eða óbeint laun margra þeirra sem skrifa greinarnar en greiðir síðan aftur fyrir aðgang að þeim. Þeir einu sem hagnast eru milliliðirnir, stórfyrirtæki á sviði akademískrar útgáfu, sem höndla með textann. Þeir sem tapa eru almenningur, sem þarf að greiða tvisvar fyrir vöruna, og vísindamenn sem fá mun minni dreifingu á útgefnu efni sínu en tilefni eru til. Fræðimenn hafa aðallega tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið og gjaldfrjálst eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Flestar útgáfur fræðitímarita heimila höfundum að birta greinar sínar samhliða í gagnagrunnum en blikur eru á lofti því milliliðirnir vilja halda í sinn hlut og gamla kerfið. Nú þurfa háskólamenn, samkeppnissjóðir og almenningur á Íslandi að taka höndum saman um að gera birtingar í opnum aðgangi að reglu. Hér má nefna að starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, og er skólinn fyrstur íslenskra háskóla til þess, en margir af stærstu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum. Rannís hefur sýnt vilja en hefur þó enn ekki sett stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum úr rannsóknum sem stofnunin hefur styrkt með almannafé. Slík stefna er í gildi annars staðar á Norðurlöndum, t.d. hjá Vetenskapsrådet í Svíþjóð. Mun Rannís setja slíka stefnu á næstunni? Af hverju hefur það dregist? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Sjá meira
Flestir þeir sem þurft hafa að afla sér þekkingar á netinu rekast fljótlega á veggi þar sem þarf að greiða fyrir aðgang að rannsóknum. Þetta á jafnt við um blaðamenn sem miðla upplýsingum til fólks, vísindamenn sem þurfa að vita hvað er nýjast á fræðasviðinu og hinn almenna borgara sem vill komast að því hvort til sé lækning við tiltekinni tegund krabbameins. Upphæðin er oft nokkur þúsund krónur fyrir staka grein en bókasöfn, háskólar og ýmsar aðrar opinberar stofnanir þurfa líka að greiða háar upphæðir fyrir aðgang að vísindagreinum en þeir fjármunir koma oftar en ekki úr vasa skattgreiðenda. Það sem er sérstakt við þetta kerfi er að höfundar vísindagreina fá ekki greitt fyrir skrifin né þegar seldur er að þeim aðgangur. Vísindamenn fá hins vegar greitt fyrir vinnu sína frá opinberum samkeppnissjóðum og háskólum, og greinaskrifin eru hluti af því að miðla þekkingu til annarra fræðimanna og almennings. Þannig greiðir hið opinbera beint eða óbeint laun margra þeirra sem skrifa greinarnar en greiðir síðan aftur fyrir aðgang að þeim. Þeir einu sem hagnast eru milliliðirnir, stórfyrirtæki á sviði akademískrar útgáfu, sem höndla með textann. Þeir sem tapa eru almenningur, sem þarf að greiða tvisvar fyrir vöruna, og vísindamenn sem fá mun minni dreifingu á útgefnu efni sínu en tilefni eru til. Fræðimenn hafa aðallega tvær leiðir til þess að greinar þeirra birtist í opnum aðgangi: að gefa út í tímariti sem er opið og gjaldfrjálst eða senda greinina í opið varðveislusafn jafnframt því sem hún birtist í hefðbundnu tímariti. Flestar útgáfur fræðitímarita heimila höfundum að birta greinar sínar samhliða í gagnagrunnum en blikur eru á lofti því milliliðirnir vilja halda í sinn hlut og gamla kerfið. Nú þurfa háskólamenn, samkeppnissjóðir og almenningur á Íslandi að taka höndum saman um að gera birtingar í opnum aðgangi að reglu. Hér má nefna að starfsmenn Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að birta fræðigreinar sínar í opnum aðgangi, og er skólinn fyrstur íslenskra háskóla til þess, en margir af stærstu háskólum heims hafa farið þessa leið á undanförnum árum. Rannís hefur sýnt vilja en hefur þó enn ekki sett stefnu um opinn aðgang að niðurstöðum úr rannsóknum sem stofnunin hefur styrkt með almannafé. Slík stefna er í gildi annars staðar á Norðurlöndum, t.d. hjá Vetenskapsrådet í Svíþjóð. Mun Rannís setja slíka stefnu á næstunni? Af hverju hefur það dregist?
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar