Innlent

Færðu íslensku þjóðinni augnlækningatæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á myndinni má sjá Harald Sigurðsson augnlækni lýsa með tilþrifum mikilvægi gjafarinnar fyrir alþjóðaforseta Lions, Wing-Kun Tam, og fleiri Lionsmönnum við afhendingu gjafabréfs.
Á myndinni má sjá Harald Sigurðsson augnlækni lýsa með tilþrifum mikilvægi gjafarinnar fyrir alþjóðaforseta Lions, Wing-Kun Tam, og fleiri Lionsmönnum við afhendingu gjafabréfs. mynd/ Jóhann Guðni Reynisson
Lionshreyfingin í Íslandi færði í morgun íslensku þjóðinni að gjöf augnlækningatæki sem nú sárvantar á Landspítalann. Þetta er gert í tilefni af 60 ára afmæli Lions hér á landi. Viðstaddur afhendinguna var alþjóðaforseti Lions, Wing-Kun Tam, en hann er heiðursgestur afmælisþingsins sem hefst 20 í dag.

Tækið kostar um 20 milljónir króna og er að helmingi fjármagnað með framlögum Lionsklúbba hér á landi en að helmingi með sérstöku framlagi úr alþjóðahjálparsjóði Lions í tilefni af afmælinu.

Umdæmisþing Lions á Ísland verður síðan sett í dag en það hefst með skrúðgöngu um 300 Lionsfélaga sem farin verður klukkan korter yfir fjögur frá Hótel Sögu að Neskirkju. Þar mun Wing-Kun Tam ganga í fararbroddi ásamt umdæmisstjórum Lions á Íslandi og hann mun flytja heiðursávarp í kirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×