Lífið

Clooney alveg sama

Stacy Keibler segir kærastanum, George Clooney, vera sama hvernig hún er til fara.
Stacy Keibler segir kærastanum, George Clooney, vera sama hvernig hún er til fara. nordicphotos/getty
Stacy Keibler segir kærastanum, leikaranum George Clooney, vera alveg sama þótt hún klæðist íþróttafötum þegar þau fara út úr húsi.

Keibler sagði Us Weekly að henni fyndist leiðinlegt að þurfa að hafa sig til í hvert sinn sem hún færi út og gerir það því ekki. „George er alveg sama hvort sem ég er fín eða hversdagsleg til fara. Ég nenni ekki að taka mig til í hvert sinn sem ég yfirgef húsið,“ sagði fyrrum glímukappinn.

Kjóllinn sem Keibler klæddist við Óskarsverðlaunaafhendinguna í febrúar vakti nokkra athygli og kveðst Keibler hafa haft gaman af því að velja sér flík fyrir kvöldið. „Þetta var ofsalega skemmtileg reynsla og ég er þakklát fyrir hana,“ sagði Keibler sem sótti tískuvikuna í New York í leit að rétta kjólnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.