Tónlist

Skálmöld vottar Víðsjá virðingu sína

BBI skrifar
Nýtt lag hljómsveitarinnar Skálmaldar verður forspilað í Víðsjá á Rás eitt á fimmtudaginn kemur. Ástæðan er sú að áður en hljómsveitin sló í gegn gekk illa að fá útgefendur á fyrstu plötu þeirra og spilun á henni í útvarpi í kjölfarið.

Hljómsveitarmenn kom að alls staðar að lokuðum dyrum þar til að útvarpsþátturinn Víðsjá fjallaði um hljómsveitina. Eftir það opnuðust allar flóðgáttir og hljómsveitinn fékk að óma á öldum ljósvakans.

Nú styttist í að önnur plata hljómsveitarinnar lendi í verslunum og á föstudaginn fer nýtt lag sem nefnist Narfi í spilun. Víðsjá hlotnast sá heiður að spila lagið degi áður en það ratar í almenna spilun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×