Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, var minntur á það hraustlega í nótt að hann hefur sama og ekkert spilað síðustu tvö ár.
Honum gekk frábærlega í fyrsta leik tímabilsins gegn Pittsburgh en varnarmenn Atlanta hlógu að honum í nótt. Hann kastaði þrem boltum í hendur andstæðinganna í fyrsta leikhlutanum sem hafði aðeins einu sinni áður gerst á 14 ára ferli hans.
Manning og félagar rifu sig upp í síðari hálfleik en það dugði ekki til þar sem liðið tapaði gegn Atlanta, 27-20.
"Þetta voru vonbrigði. Ég gróf holu fyrir liðið með þessari byrjun minni," sagði Manning.
Þetta var aðeins annar alvöru leikurinn hans á tveim árum en hann er búinn að gangast undir fjórar aðgerðir á hálsi og orðinn 36 ára gamall.
Það mátti sjá í nótt að hann er aðeins ryðgaður en flestir sérfræðingar trúa því þó að hann eigi eftir að gera það gott í vetur.
Manning brotlenti í Atlanta

Mest lesið




Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn



„Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“
Handbolti

Bætti skólamet pabba síns
Körfubolti

