Bardagakappinn Gunnar Nelson mun ekki mæta Þjóðverjanum Pascal Krauss á UFC mótinu í Nottingham þann 29. september næstkomandi eins og fyrirhugað var. Krauss meiddist á æfingu og getur því ekki tekið þátt í bardaganum gegn Gunnari.
Gunnar mun í staðin mæta hinum bandaríska Rich Attonito eða eins og hann er kallaður Rich "The Raging Bull" Attonito en hann á að baki 15 atvinnubardaga í MMA þar af 5 í UFC.
Þessar fregnir eiga eftir breyta undirbúning Gunnars mikið þar sem Krauss telst vera sterkur boxari á meðan Attonito er sérhæfður í glímu.
Gunnar Nelson mun því án efa breyta æfingum sínum fyrir bardagann og vera klár í slaginn þann 29. september.
Rich Attonito tók á sínum tíma þátt í raunveruleikaþættinum The Ultimate Fighter og stóð sig nokkuð vel.
Gunnar Nelson fær nýjan andstæðing í UFC | Mætir Rich “The Raging Bull” Attonito
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Hörður undir feldinn
Körfubolti




Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn



Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið
Körfubolti
