Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 0-4 Stefán Hirst Friðriksson á KR-velli skrifar 16. september 2012 16:15 Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður. Kristinn Jónsson, Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson sáu um markaskorunina fyrir sitt lið í leiknum. Blikar eru í bullandi baráttu um Evrópusæti eftir sigurinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og voru Blikar sprækari á upphafsmínútunum en marktækifærin féllu í hendur heimamanna í KR. Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Emil Atlason voru báðir nálægt þvi að koma sínum mönnum yfir en bæði skotin höfnuðu í tréverki andstæðinganna. Það var svo á 22. mínútu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson var felldur inn í teig og vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Gary Martin steig á punktinn en Ingvar Kale greip slaka vítaspyrnu hans. Blikar komust svo yfir á 34. mínútu nokkuð gegn gangi leiksins. Þá skoraði Kristinn Jónsson algjört draumamark úr aukaspyrnu af löngu færi. Lítið gerðist á næstu mínútum og Blikar því með forystu þegar flautað var til hálfleiks. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiksins en síðustu tuttugu mínútur hans voru eign Blika en þeir gerðu þrjú mörk á þessum tíma. Fyrst var það Nichlas Rohde sem kom sínum mönnum í 2-0 áður en að Elfar Árni Aðalsteinsson bætti þriðja markinu við. Tómas Óli Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á lokamínútunni með stórkostlegu marki en hann snéri boltann upp í vinkilinn frá vítateigshorninu. Stórsigur Breiðabliks því staðreynd og sigurinn svo sannarlega verðskuldaður.Rúnar: Erfitt að útskýra þetta slaka gengi „Þetta voru skelfileg úrslit fyrir okkur. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleiknum en þeir skora úr drauma aukaspyrnu og leiddu í hálfleik. Við stjórnuðum svo leiknum í upphafi seinni hálfleiksins en náum ekki að nýta það og ganga þeir svo á lagið og því fór sem fór," sagði Rúnar. Rúnar var ómyrkur í máli í lok leiks og sagði gengi liðsins að undanförnu illskiljanlegt „Það er erfitt að útskýra gengi okkar í undanförnum leikjum. Við höfum lagt leikina upp með því að reyna að vinna þá en það virðist ekkert ganga né falla með okkur," bætti Rúnar við. Við erum bara búnir að ná í átta stig í síðari umferðinni sem er skelfileg uppskera og erum við alls ekki sáttir við það. Við erum bikarmeistarar en erum búnir að missa af titlinum og er það sárt og svekkjandi. Við stefndum á að ná að vinna deildina líka en það gekk ekki eftir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR að lokum.Ólafur: Ætlum okkur Evrópusæti „Þrjú stig, halda hreinu og skora fjögur mörk, það er virkilega ljúft. Þeir fengu góð færi í fyrri hálfleik til þess að skora mér fannst við vera þrautseigir og unnum við vel úr því sem við fengum í leiknum" sagði Ólafur. „Evrópusætið er inn í myndinni og höfum við ætlað að ná okkur í það sæti í langan tíma. Þessi sigur gefur okkur stuð í bakið í þessari baráttu og voru þetta mjög mikilvæg þrjú stig. Við þurfum að koma vel stemmdir inn í næsta leik og klára þetta mót með sæmd," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira