Ragnhildur Steinunn frumsýnir á Gay Pride 19. júní 2012 21:00 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira