Fagnar 20 ára starfsafmæli 19. janúar 2012 20:00 Bandaríska hljómsveitin Nada Surf gefur út sína sjöundu hljóðversplötu á næstunni. nordicphotos/getty Bandaríska hljómsveitin Nada Surf er mætt til leiks með sína sjöundu hljóðversplötu. Höfundar hins vinsæla Popular hafa starfað saman í tuttugu ár. Bandaríska indírokkhljómsveitin Nada Surf, sem sló í gegn með laginu Popular árið 1996, gefur á næstunni út sína fyrstu plötu með nýju efni í fjögur ár. Gripurinn nefnist The Stars Are Indifferent to Astronomy og gengu upptökurnar öðruvísi fyrir sig en vanalega. „Við höfum alltaf verið hraðari og spilað af meiri krafti á tónleikum," segir forsprakkinn Matthew Caws. „En í hljóðverinu spiluðum við alltaf svo varlega. Með þessa plötu tókum við þá meðvituðu ákvörðun að ímynda okkur að við værum í æfingaherberginu að spila af þessum krafti sem fylgir nýjum lögum." Nada Surf var stofnuð árið 1992 og fagnar því tuttugu ára afmæli sínu í ár. Auk Caws eru í bandinu trymbillinn Ira Elliot og bassaleikarinn Daniel Lorca. Frumburðurinn High/Low kom út 1995 og seldist vel, sérstaklega vegna fyrsta smáskífulagsins Popular sem varð mjög vinsælt á MTV-sjónvarpsstöðinni. Útgáfufyrirtækinu Elektra fannst vanta smell á næstu plötu, The Proximity Effect, og reyndi að fá strákana til að taka upp ýmis lög eftir aðra og órafmagnaða útgáfu af Popular. Þeir voru ekki sáttir við þessa stjórnsemi og á endanum misstu þeir útgáfusamninginn. Næsti gripur, Let Go, kom út hjá smærri útgáfu og fékk góðar viðtökur. Þar sannaði Nada Surf að hún gæti meira en samið eitt vinsælt lag og horfið síðan í gleymskunnar dá. Núna hafa þeir félagar gefið út sex plötur fyrir utan þá nýjustu, þar á meðal Lucky sem fékk fína dóma árið 2008, og aflað sér orðspors sem ein fremsta indísveit Bandaríkjanna. Nada Surf ætlar að fylgja The Stars Are Indifferent to Astronomy eftir með stórri tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu næstu mánuði og einnig má búast við því að sveitin verði áberandi á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar.freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríska hljómsveitin Nada Surf er mætt til leiks með sína sjöundu hljóðversplötu. Höfundar hins vinsæla Popular hafa starfað saman í tuttugu ár. Bandaríska indírokkhljómsveitin Nada Surf, sem sló í gegn með laginu Popular árið 1996, gefur á næstunni út sína fyrstu plötu með nýju efni í fjögur ár. Gripurinn nefnist The Stars Are Indifferent to Astronomy og gengu upptökurnar öðruvísi fyrir sig en vanalega. „Við höfum alltaf verið hraðari og spilað af meiri krafti á tónleikum," segir forsprakkinn Matthew Caws. „En í hljóðverinu spiluðum við alltaf svo varlega. Með þessa plötu tókum við þá meðvituðu ákvörðun að ímynda okkur að við værum í æfingaherberginu að spila af þessum krafti sem fylgir nýjum lögum." Nada Surf var stofnuð árið 1992 og fagnar því tuttugu ára afmæli sínu í ár. Auk Caws eru í bandinu trymbillinn Ira Elliot og bassaleikarinn Daniel Lorca. Frumburðurinn High/Low kom út 1995 og seldist vel, sérstaklega vegna fyrsta smáskífulagsins Popular sem varð mjög vinsælt á MTV-sjónvarpsstöðinni. Útgáfufyrirtækinu Elektra fannst vanta smell á næstu plötu, The Proximity Effect, og reyndi að fá strákana til að taka upp ýmis lög eftir aðra og órafmagnaða útgáfu af Popular. Þeir voru ekki sáttir við þessa stjórnsemi og á endanum misstu þeir útgáfusamninginn. Næsti gripur, Let Go, kom út hjá smærri útgáfu og fékk góðar viðtökur. Þar sannaði Nada Surf að hún gæti meira en samið eitt vinsælt lag og horfið síðan í gleymskunnar dá. Núna hafa þeir félagar gefið út sex plötur fyrir utan þá nýjustu, þar á meðal Lucky sem fékk fína dóma árið 2008, og aflað sér orðspors sem ein fremsta indísveit Bandaríkjanna. Nada Surf ætlar að fylgja The Stars Are Indifferent to Astronomy eftir með stórri tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu næstu mánuði og einnig má búast við því að sveitin verði áberandi á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar.freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira