Skuldasöfnun Jóhönnu Sigurðardóttur Bjarni Benediktsson skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Fyrir skemmstu birtist ríkisreikningur fyrir árið 2011. Samþykkt fjárlög höfðu gert ráð fyrir 46 milljarða halla. Niðurstaðan varð hins vegar 90 milljarðar. Gagnrýni minni á þessa óstjórn svarar Jóhanna Sigurðardóttir með grein í vikunni og kýs þar að líta fram hjá því að hún hefur nú setið samfleytt í rúm fimm ár í ríkisstjórn, þar af hátt á fjórða ár sem leiðtogi hennar. Halli ríkissjóðs er öllum öðrum að kenna. Ekki er eitt orð um áhyggjur af því að þessir 90 milljarðar hafi bæst við aðrar skuldir þjóðarbúsins með tilheyrandi áhrifum á vaxtakostnað framtíðarinnar. Í takt við það áhyggjuleysi ákvað ríkisstjórnin í fyrra að fresta markmiðum um hallalaus fjárlög til 2014, vegna „jákvæðrar framvindu efnahagsáætlunarinnar“. Það ár var farið um 50 milljarða fram úr fjárlagaheimildum. Framúrkeyrsluna afgreiðir Jóhanna sem einskiptiskostnað vegna hrunsins og vísar frá sér allri ábyrgð. Frá inngripi ríkisins þar til Landsbankinn tók SpKef yfir töpuðust milljarðar í hverjum mánuði. Hver ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að halda rekstrinum áfram með þessum afleiðingum fyrir ríkissjóð? Og hvað um alla hina milljarðana sem vantar upp á ríkisreikninginn? Aðhald AGS gaf jarðtenginguÞegar stjórn efnahagsmála er gagnrýnd hrökkva bæði Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon af hjörunum og segja undirritaðan boða „taumlausa frjálshyggju“ og „miskunnarlausan“ eða „stórfelldan“ niðurskurð í velferðarmálum. Það var annar tónn í Steingrími þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2011 og fullyrti að sjálfbær ríkisfjármál væru forsenda þess að ríkissjóður „hefði áfram bolmagn til að standa undir grunnþjónustu við samfélagið og velferðarkerfi fyrir þá þjóðfélagshópa sem mest þurfa á því að halda“. Þarna örlaði á skilningi á því að forsenda þess að ríkið geti borið uppi velferðarþjónustu er að það eigi fyrir útgjöldum. Þess vegna þurfti aðhaldsaðgerðir. Ríkisstjórn Jóhönnu lagði upp með það fyrir árið 2011 að grunnfjárhæðir bóta myndu ekkert hækka. Með því átti að spara 5 milljarða. Hagræðingarkrafa var gerð á sjúkratryggingar, velferðarþjónustu, framhaldsskóla og löggæslu auk þess sem útgjöld voru lækkuð til vegaframkvæmda, fæðingarorlofs og barna- og vaxtabóta. Í daglegu máli er framangreint nefnt niðurskurður í velferðarmálum en nú segir Jóhanna það „grímulausa frjálshyggju“ að flytja þann boðskap að það þurfi tekjuskapandi aðgerðir og aðhald þar til opinber rekstur kemst í jafnvægi. Var það þá frjálshyggjumaðurinn Steingrímur J. Sigfússon sem mælti fyrir niðurskurði í velferðarmálum í fjárlögum 2009, 2010 og 2011? Það verður æ skýrara að aðhald AGS með efnahagsáætlun Íslands hefur skipt sköpum um lágmarksjarðtengingu stjórnvalda. Um leið og því aðhaldi var ekki lengur til að dreifa var áformum um hallalaus fjárlög slegið á frest með haldlausum rökum. Velja samanburð sem hentarForystu ríkisstjórnarinnar hentar ekki að bera efnahagsárangur sinn saman við AGS-áætlunina, sem gerði ráð fyrir 4,5% hagvexti 2011 og 2012, eða stöðugleikasáttmálann, sem gerði ráð fyrir mikilli fjárfestingu. Þá er gripið til þess ráðs að bera stöðuna á Íslandi í dag saman við meðaltal ESB-ríkja eða einstök ríki sem nú glíma við efnahagsþrengingar. Gallinn við þennan samanburð er m.a. sá að grunnatvinnuvegirnir eru ekki í sókn í neinu samanburðarríkjanna, ólíkt því sem gerist hér á Íslandi. Aldrei höfum við flutt út jafn mikil verðmæti sjávarfangs, meira af iðnaðarafurðum eða selt orkuna hærra verði og ferðamenn hafa aldrei verið fleiri. Ytri skilyrði hafa verið óvenju hagstæð. Allt mælir því með því að við ættum að vera í mikilli uppsveiflu jafnvel þótt aðrir upplifi stöðnun. En fjárfesting og hagvöxtur hér á landi hefur verið langt undir væntingum, ný störf verða ekki til, fólk flytur af landinu og hallinn á ríkissjóði er mun meiri en að var stefnt. Best að horfast í augu við vandannÍ stað þess að horfast í augu við þetta er nú fluttur sá boðskapur að svigrúm sé til að bæta í ýmsa bótaflokka. Ríkisstjórnin birti langtímaáætlun í ríkisfjármálum, þar sem ekkert svigrúm er til að auka útgjöld til ársins 2015, rekur ríkissjóð með tugmilljarða framúrkeyrslu og boðar nú ný útgjöld! Það er engin lausn að seilast sífellt dýpra í vasa skattgreiðenda. Halda ber sköttum og álögum í því lágmarki sem stendur undir góðri velferðarþjónustu, þjónustu sem veitt er á eins hagkvæman hátt og hægt er hverju sinni. Mikill vöxtur ríkisútgjalda einn og sér undanfarin tíu ár, ekki síst eftir innkomu Samfylkingar í ríkisstjórn 2007, sýnir að það er vel hægt að hagræða í opinberum rekstri. Því verkefni verður í sjálfu sér aldrei lokið. Það er svigrúm án þess að farið sé í niðurskurð á viðkvæmum heilbrigðissviðum. Nærtækt væri að skila stærri hluta gjaldeyrislánanna, stöðva ESB-viðræðurnar líkt og allir flokkar virðast vilja utan Samfylkingarinnar og hætta við óþarfa kosningar í haust. Lærdómur EvrópuríkjaÍ öllum Evrópuríkjum er verið að ræða og lögbinda, jafnvel í stjórnarskrá, afar strangar agareglur um opinber fjármál. Meginstefið í stjórnmálaumræðu Evrópu um þessar mundir er ábyrg ríkisfjármál. Djúpt virðist ætla að verða á slíkri umræðu hér á landi en þeim mun meira er vöngum velt um þörfina fyrir nýjan gjaldmiðil. Með því er verið að nálgast vandann frá röngum enda. Á Íslandi eru þeir sem tala fyrir hallalausum fjárlögum og aðhaldi í opinberum rekstri nú úthrópaðir af leiðtogum stjórnarflokkanna. Engum athugasemdum er svarað efnislega, einungis notuð slagorð, upphrópanir og skætingur. Það breytir engu hversu hátt er hrópað, eða hver kallar hvern hvað. Það hefur enginn hingað til unnið á halla ríkissjóðs með uppnefnum. Framtíðarkynslóðir okkar Íslendinga eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu birtist ríkisreikningur fyrir árið 2011. Samþykkt fjárlög höfðu gert ráð fyrir 46 milljarða halla. Niðurstaðan varð hins vegar 90 milljarðar. Gagnrýni minni á þessa óstjórn svarar Jóhanna Sigurðardóttir með grein í vikunni og kýs þar að líta fram hjá því að hún hefur nú setið samfleytt í rúm fimm ár í ríkisstjórn, þar af hátt á fjórða ár sem leiðtogi hennar. Halli ríkissjóðs er öllum öðrum að kenna. Ekki er eitt orð um áhyggjur af því að þessir 90 milljarðar hafi bæst við aðrar skuldir þjóðarbúsins með tilheyrandi áhrifum á vaxtakostnað framtíðarinnar. Í takt við það áhyggjuleysi ákvað ríkisstjórnin í fyrra að fresta markmiðum um hallalaus fjárlög til 2014, vegna „jákvæðrar framvindu efnahagsáætlunarinnar“. Það ár var farið um 50 milljarða fram úr fjárlagaheimildum. Framúrkeyrsluna afgreiðir Jóhanna sem einskiptiskostnað vegna hrunsins og vísar frá sér allri ábyrgð. Frá inngripi ríkisins þar til Landsbankinn tók SpKef yfir töpuðust milljarðar í hverjum mánuði. Hver ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að halda rekstrinum áfram með þessum afleiðingum fyrir ríkissjóð? Og hvað um alla hina milljarðana sem vantar upp á ríkisreikninginn? Aðhald AGS gaf jarðtenginguÞegar stjórn efnahagsmála er gagnrýnd hrökkva bæði Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon af hjörunum og segja undirritaðan boða „taumlausa frjálshyggju“ og „miskunnarlausan“ eða „stórfelldan“ niðurskurð í velferðarmálum. Það var annar tónn í Steingrími þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ársins 2011 og fullyrti að sjálfbær ríkisfjármál væru forsenda þess að ríkissjóður „hefði áfram bolmagn til að standa undir grunnþjónustu við samfélagið og velferðarkerfi fyrir þá þjóðfélagshópa sem mest þurfa á því að halda“. Þarna örlaði á skilningi á því að forsenda þess að ríkið geti borið uppi velferðarþjónustu er að það eigi fyrir útgjöldum. Þess vegna þurfti aðhaldsaðgerðir. Ríkisstjórn Jóhönnu lagði upp með það fyrir árið 2011 að grunnfjárhæðir bóta myndu ekkert hækka. Með því átti að spara 5 milljarða. Hagræðingarkrafa var gerð á sjúkratryggingar, velferðarþjónustu, framhaldsskóla og löggæslu auk þess sem útgjöld voru lækkuð til vegaframkvæmda, fæðingarorlofs og barna- og vaxtabóta. Í daglegu máli er framangreint nefnt niðurskurður í velferðarmálum en nú segir Jóhanna það „grímulausa frjálshyggju“ að flytja þann boðskap að það þurfi tekjuskapandi aðgerðir og aðhald þar til opinber rekstur kemst í jafnvægi. Var það þá frjálshyggjumaðurinn Steingrímur J. Sigfússon sem mælti fyrir niðurskurði í velferðarmálum í fjárlögum 2009, 2010 og 2011? Það verður æ skýrara að aðhald AGS með efnahagsáætlun Íslands hefur skipt sköpum um lágmarksjarðtengingu stjórnvalda. Um leið og því aðhaldi var ekki lengur til að dreifa var áformum um hallalaus fjárlög slegið á frest með haldlausum rökum. Velja samanburð sem hentarForystu ríkisstjórnarinnar hentar ekki að bera efnahagsárangur sinn saman við AGS-áætlunina, sem gerði ráð fyrir 4,5% hagvexti 2011 og 2012, eða stöðugleikasáttmálann, sem gerði ráð fyrir mikilli fjárfestingu. Þá er gripið til þess ráðs að bera stöðuna á Íslandi í dag saman við meðaltal ESB-ríkja eða einstök ríki sem nú glíma við efnahagsþrengingar. Gallinn við þennan samanburð er m.a. sá að grunnatvinnuvegirnir eru ekki í sókn í neinu samanburðarríkjanna, ólíkt því sem gerist hér á Íslandi. Aldrei höfum við flutt út jafn mikil verðmæti sjávarfangs, meira af iðnaðarafurðum eða selt orkuna hærra verði og ferðamenn hafa aldrei verið fleiri. Ytri skilyrði hafa verið óvenju hagstæð. Allt mælir því með því að við ættum að vera í mikilli uppsveiflu jafnvel þótt aðrir upplifi stöðnun. En fjárfesting og hagvöxtur hér á landi hefur verið langt undir væntingum, ný störf verða ekki til, fólk flytur af landinu og hallinn á ríkissjóði er mun meiri en að var stefnt. Best að horfast í augu við vandannÍ stað þess að horfast í augu við þetta er nú fluttur sá boðskapur að svigrúm sé til að bæta í ýmsa bótaflokka. Ríkisstjórnin birti langtímaáætlun í ríkisfjármálum, þar sem ekkert svigrúm er til að auka útgjöld til ársins 2015, rekur ríkissjóð með tugmilljarða framúrkeyrslu og boðar nú ný útgjöld! Það er engin lausn að seilast sífellt dýpra í vasa skattgreiðenda. Halda ber sköttum og álögum í því lágmarki sem stendur undir góðri velferðarþjónustu, þjónustu sem veitt er á eins hagkvæman hátt og hægt er hverju sinni. Mikill vöxtur ríkisútgjalda einn og sér undanfarin tíu ár, ekki síst eftir innkomu Samfylkingar í ríkisstjórn 2007, sýnir að það er vel hægt að hagræða í opinberum rekstri. Því verkefni verður í sjálfu sér aldrei lokið. Það er svigrúm án þess að farið sé í niðurskurð á viðkvæmum heilbrigðissviðum. Nærtækt væri að skila stærri hluta gjaldeyrislánanna, stöðva ESB-viðræðurnar líkt og allir flokkar virðast vilja utan Samfylkingarinnar og hætta við óþarfa kosningar í haust. Lærdómur EvrópuríkjaÍ öllum Evrópuríkjum er verið að ræða og lögbinda, jafnvel í stjórnarskrá, afar strangar agareglur um opinber fjármál. Meginstefið í stjórnmálaumræðu Evrópu um þessar mundir er ábyrg ríkisfjármál. Djúpt virðist ætla að verða á slíkri umræðu hér á landi en þeim mun meira er vöngum velt um þörfina fyrir nýjan gjaldmiðil. Með því er verið að nálgast vandann frá röngum enda. Á Íslandi eru þeir sem tala fyrir hallalausum fjárlögum og aðhaldi í opinberum rekstri nú úthrópaðir af leiðtogum stjórnarflokkanna. Engum athugasemdum er svarað efnislega, einungis notuð slagorð, upphrópanir og skætingur. Það breytir engu hversu hátt er hrópað, eða hver kallar hvern hvað. Það hefur enginn hingað til unnið á halla ríkissjóðs með uppnefnum. Framtíðarkynslóðir okkar Íslendinga eiga betra skilið.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun