Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. mars 2012 11:00 Séð yfir Tromsø Langir mjóir firðir og há fjöll geta skapað hættu á nokkrum stöðum í Noregi, bæði vegna hruns og svo vegna flóðbylgja sem geta myndast. Flóðbylgja í mjóum firði getur orðið margir tugir metra á hæð falli mörg þúsund tonn af bergi í sjóinn. Mynd/Tromsø Kommune Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.Sveinn Kristján RúnarssonÍ júní stendur til að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, og Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, fari til Tromsø Kommune og aðstoði við gerð rýmingaráætlana þar. Þar snúa áhyggjur manna helst að byggð í grennd við Lyngen-fjörðinn, austur af Tromsø. Í vikunni kynnti Norska jarðvísindastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-bergið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudagskvöld. Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risavaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vesturhluta landsins.Álasund í Noregi. Þar þykir vera með fegurstu bæjarstæðum heims.Fréttablaðið/ÓKÁÞar er bergstál í stóru fjalli, Åkneset, talið geta hrunið niður í fjörðinn með litlum fyrirvara. Bergið er um 54 milljónir rúmmetra og gæti valdið 85 metra háa flóðbylgju, að því er fram kom í umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þúsund manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár. Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur. Sveinn Kristján segir fyrirhugaða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnarmannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø. „Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér," segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætlana sem til eru vegna Kötlugoss. „Þeir vilja fræðast um hvernig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða," segir Sveinn. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.Sveinn Kristján RúnarssonÍ júní stendur til að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, og Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, fari til Tromsø Kommune og aðstoði við gerð rýmingaráætlana þar. Þar snúa áhyggjur manna helst að byggð í grennd við Lyngen-fjörðinn, austur af Tromsø. Í vikunni kynnti Norska jarðvísindastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-bergið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudagskvöld. Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risavaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vesturhluta landsins.Álasund í Noregi. Þar þykir vera með fegurstu bæjarstæðum heims.Fréttablaðið/ÓKÁÞar er bergstál í stóru fjalli, Åkneset, talið geta hrunið niður í fjörðinn með litlum fyrirvara. Bergið er um 54 milljónir rúmmetra og gæti valdið 85 metra háa flóðbylgju, að því er fram kom í umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þúsund manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár. Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur. Sveinn Kristján segir fyrirhugaða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnarmannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø. „Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér," segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætlana sem til eru vegna Kötlugoss. „Þeir vilja fræðast um hvernig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða," segir Sveinn.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira