Tónlist

Tíu boða komu sína á Aldrei fór ég suður

Mugison stígur á svið á hátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana.
Mugison stígur á svið á hátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. fréttablaðið/stefán
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin um páskahelgina og sem fyrr er frítt inn. Þeir tíu flytjendur sem hafa boðað komu sína á hátíðina eru Mugison, Retro Stefson, Skálmöld, Dúkkulísur, Jón Jónsson, Pollapönk, Sykur, Muck, Gudrid Hansdóttir og Klysja. Alls spila þrjátíu flytjendur á hátíðinni.

Aldrei fór ég suður verður að þessu sinni haldin á nýjum stað, eða í Skipanausti sem er slippur á suðurtanga Eyrarinnar á Ísafirði. Eimskip mun flytja til Ísafjarðar gámafleti og lána hátíðinni til að útbúa gólf á staðnum. Gólfflötur tónleikanna er fimm hundruð fermetrar og aðgengið að húsinu og aðstaðan í kringum það er betra en hátíðin hefur áður boðið upp á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×