Mamma, ég held að þú sért með krabbamein Sabine Leskopf skrifar 10. mars 2012 11:00 Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur. Samtölin geta verið einföld og skemmtileg, eins og í foreldraviðtölum í leikskólum, en líka af allt öðru tagi, túlkar sjá fólk deyja eftir bílslys og eru beðnir um að hringja í ættingja erlendis, túlkar þurfa að vera hlutlausir þegar þeir túlka fyrir kynferðisafbrotamann jafnt sem fórnarlamb hans. Ábyrgð túlks er mikil, hlutir eins og röng sjúkdómsgreining, trúnaðarbrestur eða vanlíðan barns vega þungt. Einnig eru sum samfélög innflytjenda mjög lítil og allir þekkjast sem getur gert tilveru túlks mjög erfiða og hafa margir góðir túlkar gefist upp eða þurft að fórna sínu eigin félagslífi. Samt er þessu starfi sýnd mjög lítil virðing: launin eru lægri en á kassanum í Bónus og það er upp á viðkomandi túlkaþjónustu komið hvort einhver fræðsla til túlka fer fram. Rammasamningar Ríkiskaupa eða sveitarfélaga gera engar formlegar kröfur til menntunar túlka. Nám við HÍ í samfélagstúlkun liggur niðri vegna fjárskorts. Þó að yfirvöld borgi túlki minna en helming þess sem þau borga viðgerðarmanni sem kemur til að líta á kaffivélina finnst þeim þjónustan dýr og á tímum sem þessum þarf að spara. Þess vegna taka flestir innan kerfisins því fegins hendi ef fólk kemur með sinn eigin túlk. Stundum eru það vinir og vandamenn en mjög oft er það fólk sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að vera yfirleitt viðstatt erfið viðtöl, hvað þá að bera ábyrgð á þeim og það eru börn þeirra sem í hlut eiga. Börn eru yfirleitt fljótari að tileinka sér nýtt tungumál og eftir hrunið hefur þetta viðgengist æ meir. Til eru dæmi um að barn hefur verið tekið úr eigin kennslustundum til að túlka fyrir starfsfólk í eldhúsi skólans, hjá félagsþjónustunni hefur barn verið látið miðla samtali um að fjölskyldan ætti að missa húsnæði sitt og börn allt niður að 10 ára aldri hafa túlkað í læknisviðtölum þar sem meira að segja er til staðar lögbundinn réttur á túlkun. Svo eru tvítyngd börn ekki alltaf góðir túlkar – barn pólskra foreldra sem elst upp hér á landi getur kannski haldið uppi almennum samræðum á pólsku en það hefur aldrei farið til læknis, hvað þá til sýslumanns í Póllandi. En aðallega getur þetta verið skelfilega þung byrði sem ekkert barn ætti að þurfa að bera. Í staðinn eiga börn rétt á vernd sem foreldrar og stjórnvöld eiga að veita. Í nýju lagafrumvarpi um málefni innflytjenda er einungis tekið fram að æskilegt sé að móta heildarstefnu um túlkaþjónustu. Hluti af þessari stefnu ætti að fela í sér að brjóta ekki lengur á mannréttindum barna af erlendum uppruna með þessum hætti.
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun