Eno lýsir upp skammdegið 29. nóvember 2012 11:41 Lux er í anda gömlu ambient platnanna. Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist. Fyrstu sveimtónlistarlög Enos voru á plötunum No Pussyfooting sem hann gerði með Robert Fripp og kom út 1973 og á þriðju sólóplötunni hans Another Green World (1975). Fyrsta sólóplatan hans sem eingöngu var með sveimtónlist var Discreet Music sem kom út í árslok 1975. Á henni voru fjögur verk, m.a. eitt rúmlega 30 mínútna verk á fyrri hliðinni. Eno bjó svo til röð platna sem höfðu yfirheitið Ambient. Þar á meðal voru Music for Airports (1978) og On Land (1982). Hinn 12. nóvember sl. kom út ný Eno-plata, hans fyrsta sólóplata síðan 2005. Hún heitir Lux og var unnin upp úr tónlist sem Eno gerði upphaflega fyrir myndlistarsýningu. Það er Warp-útgáfan í Sheffield sem gefur út. Tónlistin á Lux er mjög í anda gömlu sveimtónlistarplatnanna. Platan er 75 mínútur að lengd og á henni eru fjögur verk sem heita einfaldlega Lux 1-4, en það eru samt engin skil á milli þeirra. Lux er latína og þýðir ljós og það nafn hæfir tónlistinni mjög vel. Það er ótrúlega bjartur og fallegur hljómur á plötunni. Tónlistin er lágstemmd og sveimkennd og virkar á köflum tilviljanakennd. Þegar maður hlustar á hana fær umhverfið einhvern veginn annan blæ. Ég hlustaði fyrst á hana á gönguferð á myrkum nóvembermorgni og allt í einu fannst mér vera orðið bjart. Í ritdómi á Pitchforkmedia er tónlistinni á Lux m.a. lýst svona: "Hún breytir hvaða herbergi sem er í listræna innsetningu þar sem spennandi hlutir geta gerst, eða ekki??". Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist. Fyrstu sveimtónlistarlög Enos voru á plötunum No Pussyfooting sem hann gerði með Robert Fripp og kom út 1973 og á þriðju sólóplötunni hans Another Green World (1975). Fyrsta sólóplatan hans sem eingöngu var með sveimtónlist var Discreet Music sem kom út í árslok 1975. Á henni voru fjögur verk, m.a. eitt rúmlega 30 mínútna verk á fyrri hliðinni. Eno bjó svo til röð platna sem höfðu yfirheitið Ambient. Þar á meðal voru Music for Airports (1978) og On Land (1982). Hinn 12. nóvember sl. kom út ný Eno-plata, hans fyrsta sólóplata síðan 2005. Hún heitir Lux og var unnin upp úr tónlist sem Eno gerði upphaflega fyrir myndlistarsýningu. Það er Warp-útgáfan í Sheffield sem gefur út. Tónlistin á Lux er mjög í anda gömlu sveimtónlistarplatnanna. Platan er 75 mínútur að lengd og á henni eru fjögur verk sem heita einfaldlega Lux 1-4, en það eru samt engin skil á milli þeirra. Lux er latína og þýðir ljós og það nafn hæfir tónlistinni mjög vel. Það er ótrúlega bjartur og fallegur hljómur á plötunni. Tónlistin er lágstemmd og sveimkennd og virkar á köflum tilviljanakennd. Þegar maður hlustar á hana fær umhverfið einhvern veginn annan blæ. Ég hlustaði fyrst á hana á gönguferð á myrkum nóvembermorgni og allt í einu fannst mér vera orðið bjart. Í ritdómi á Pitchforkmedia er tónlistinni á Lux m.a. lýst svona: "Hún breytir hvaða herbergi sem er í listræna innsetningu þar sem spennandi hlutir geta gerst, eða ekki??".
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira