Lögreglan rannsakaði of mikið SH skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Maðurinn sætti varðhaldi í tvo mánuði en fékk aðeins skilorðsbundinn dóm.fréttablaðið/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 29 ára mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu. Sérsveit lögreglu réðst inn á heimili mannsins í Keflavík í lok febrúar eftir að tilkynningar höfðu borist um einkennilegt háttalag hans á Facebook. Þar hafði hann birt myndir af sér vopnuðum og látið í veðri vaka að íbúð hans væri tengd sprengju. Á heimili mannsins fundust hnífar, hlaðin kindabyssa, heimatilbúin rörasprengja og gaskútar sem hann hafði ýjað að að hann hygðist nota til sprengjugerðar. Maðurinn er dæmdur fyrir að eiga vopnin og að ógna lögreglumönnunum með hníf. Þó er tekið fram að hann hafi verið nývaknaður og dauðhræddur og komist í ákafa geðæsingu þegar lögreglumennirnir réðust inn, grímuklæddir og vopnaðir. Það skuli virða honum til refsilækkunar. Þá er hann dæmdur fyrir hylmingu, með því að eiga þjófstolna byssu. Verjandi mannsins sagði við aðalmeðferðina að lögregla hefði farið offari við rannsóknina og að hann hefði verið meðhöndlaður eins og fjöldamorðinginn Anders Breivik. Dómurinn er sammála þessu upp að vissu marki, og segir „augljóst […] að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins en háttsemi ákærða gaf tilefni til,“ segir í dómnum. „Þessu til stuðnings bendir dómari sérstaklega á rannsókn á skrifum og hugarórum ákærða sem ekki hafa nein tengsl við þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir.“ Vegna þessa er hann aðeins dæmdur til að bera þriðjung sakarkostnaðarins. Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær 29 ára mann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og hylmingu. Sérsveit lögreglu réðst inn á heimili mannsins í Keflavík í lok febrúar eftir að tilkynningar höfðu borist um einkennilegt háttalag hans á Facebook. Þar hafði hann birt myndir af sér vopnuðum og látið í veðri vaka að íbúð hans væri tengd sprengju. Á heimili mannsins fundust hnífar, hlaðin kindabyssa, heimatilbúin rörasprengja og gaskútar sem hann hafði ýjað að að hann hygðist nota til sprengjugerðar. Maðurinn er dæmdur fyrir að eiga vopnin og að ógna lögreglumönnunum með hníf. Þó er tekið fram að hann hafi verið nývaknaður og dauðhræddur og komist í ákafa geðæsingu þegar lögreglumennirnir réðust inn, grímuklæddir og vopnaðir. Það skuli virða honum til refsilækkunar. Þá er hann dæmdur fyrir hylmingu, með því að eiga þjófstolna byssu. Verjandi mannsins sagði við aðalmeðferðina að lögregla hefði farið offari við rannsóknina og að hann hefði verið meðhöndlaður eins og fjöldamorðinginn Anders Breivik. Dómurinn er sammála þessu upp að vissu marki, og segir „augljóst […] að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins en háttsemi ákærða gaf tilefni til,“ segir í dómnum. „Þessu til stuðnings bendir dómari sérstaklega á rannsókn á skrifum og hugarórum ákærða sem ekki hafa nein tengsl við þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir.“ Vegna þessa er hann aðeins dæmdur til að bera þriðjung sakarkostnaðarins.
Dómsmál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira