Innlent

Strætó til Akureyrar í fyrsta sinn

BBI skrifar
Mynd/Arnþór
Strætó mun ganga frá Reykjavík til Akureyrar frá og með 2. september næstkomandi. Það verður í fyrsta sinn sem strætisvagnar ganga þá leið.

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, útskýrir að í raun séu það Samband sveitarfélaga á Vesturlandi og Norðvesturlandi og Eyþing fyrir norðan sem kosti þjónustuna og því sé það ekki beinlínis Strætó BS sem sjái um ferðirnar. Hins vegar fá sveitarfélögin að nota aðstöðu og merki strætó fyrir þjónustuna, með svipuðum hætti og tíðkast á Suðurlandi þar sem Strætó keyrir milli Reykjavíkur og Selfoss og reyndar allt upp til Hafnar í Hornafirði.

Leið 57 mun aka alla leið frá Mjódd í Reykjavík til Akureyrar tvisvar á dag. Farþegar geta vitanlega farið út á miðri leið. Fargjaldið fyrir alla leiðina verður 7.700 kr. að sögn Einars Kristjánssonar hjá Strætó og minnkar svo hlutfallslega eftir því hversu langt farþeginn kýs að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×